Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

78. fundur 27. nóvember 2017 kl. 16:30 - 17:45 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:  

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 30. október til 26. nóvember 2017.

3. Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 30. september 2017

Lagt fram.

4. Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017

Samkvæmt viðauka 2 fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 861,6 mkr. og eru óbreyttar frá viðauka I.  Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 819,5 mkr. og eru óbreytt frá viðauka I.  Afskriftir eru óbreyttar frá viðauka I.  Fjármagnsliðir lækka um 643 þús. frá viðauka I. Óreglulegir liðir lækka um 147 mkr. frá viðauka I. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu upp á 2,5 mkr. Stjórn Höfða samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017.

5. Fjárhagsáætlun 2018

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 912,8 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 883,3 mkr. Afskriftir nema 27,6 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 14,1 mkr.  Tap af rekstri nemi 12,2 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 17 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 123,3 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 127,9 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemur 21,7 mkr. og að handbært fé í árslok verði 118,7 mkr. Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.

6. Fjárhagsáætlun 2019-2021

Lögð fram og samþykkt.

7. Ársreikningar Gjafasjóðs Höfða 2015 og 2016

Lagðir fram.

8. Umboð vegna lífeyrisskuldbindinga

Stjórn Höfða veitir Kjartani Kjartanssyni, kt. 020766-3799, framkvæmdastjóra Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, fullt umboð til að undirrita fyrir hönd Höfða, endanlega samninga milli ríkissjóðs Íslands, Akraneskaupstaðar, Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og hlutaðeigandi lífeyrissjóða um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Stjórn Höfða samþykkir umboðið og gengur frá undirritun umboðs.

9. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri lagði fram þrjár tillögur varðandi starfsmannamál. Stjórn Höfða samþykkir framlagðar tillögur.

10. Önnur mál

a) Gjaldskrá Höfða Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða.  Verð pr. máltíð hækki úr 1.003 í kr. 1.025 eða um 2,2%.

b) Bréf Brúar lífeyrissjóðs dags. 22.11.2017 Tilkynning um að ríkissjóður hafi greitt framlög heimilisins, þ.e. framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð, til Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á A-deild sjóðsins. Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00