Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

76. fundur 25. september 2017 kl. 16:30 - 17:45 Höfða

Fundinn sátu:

Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1.      Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir einn einstakling, sjá trúnaðarbók.

 2.      Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 21. ágúst til 24. september 2017.

 3.      Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 31. júlí 2017

Lagt fram.

4.      Úttekt á mötuneyti

Lögð fram skýrsla Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. um úttekt á matseðli og eldhúsi Höfða.

 5.      Bréf SFV dags. 19. september 2017

Fundarboð stjórnar SFV á upplýsingafund um A-deild Brúar lífeyrissjóðs og kjaramál hjúkrunarheimila.

Lagt fram.

6.     Bifreiðamál

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um bifreiðamál Höfða og lagði til að keypt verði ný bifreið í stað eldri bifreiðar.

Stjórn Höfða samþykkir að fela framkvæmdastjóra að kaupa nýja bifreið í samræmi við framlagt minnisblað.  Fjármögnun vísað í viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

7.      Bréf velferðarráðuneytis dags. 18. september 2017

Tilkynning um framlengingu fjögurra tímabundinna hjúkrunarrýma á Höfða til 31.12.2017.  Rýmin eru sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru með færni- og heilsumat og bíða á Landspítalanum eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými. 

Lagt fram.

8.      Samkomulag um innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar

Lagt fram samkomulag milli SFV og aðildarfélaga um sameiginlega vinnu við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar í starfsemi aðildarfélaga. Samkomulagið felur m.a. í sér að ráða sameiginlegan starfsmann til að leiða innleiðinguna.

Stjórn Höfða samþykkir þátttöku Höfða í verkefninu og felur framkvæmdastjóra að undirrita samkomulagið.

9.      Önnur mál

a)      Bréf árshátíðarnefndar dags. 25. september 2017

Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða að fjárhæð 450.000 kr.  Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 starfsmannafagnaðir“.

b)     40 ára afmæli Höfða 2018

Ákveðið er að skipa afmælisnefnd sem fær það verkefni að skipuleggja hátíðarhöld í tilefni af 40 ára afmæli Höfða.  Í nefndinni verða Hallveig Skúladóttir, Hörður Helgason og Sigurlín Gunnarsdóttir.

c)      Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhuguðu íbúaþingi um farsæl efri ár á Akranesi sem haldið verður þann 27. september nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00