Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

69. fundur 21. nóvember 2016 kl. 16:30 - 17:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Guðjón V. Guðjónsson varamaður, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Viðauki I við fjárhagsáætlun 2016

Samkvæmt viðauka I fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 780,5 mkr. og hækki um 17,5 mkr. frá upphaflegri áætlun.  Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 786,2 mkr. og lækka um 33,9 mkr. frá upphaflegri áætlun.  Afskriftir og fjármagnsliðir eru óbreyttir frá upphaflegri áætlun.  Undir óreglulegum liðum kemur tekjufærsla upp á 984,6 mkr. vegna yfirtöku ríkisins og eignaraðila á öllum lífeyrisskuldbindingum Höfða.  Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu upp á 936,3 mkr. Stjórn Höfða samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2016.

2.  Fjárhagsáætlun 2017

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 829,1 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 801 mkr. Afskriftir nema 25,3 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 17,3 mkr.  Tap af rekstri nemi 14,5 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 23,2 mkr., fjármögnunarhreyfingar nemi 16,6 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemi 6,6 mkr. og að handbært fé í árslok verði 110,4 mkr. Lögð fram til seinni umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra og samþykkt.

3.  Fjárhagsáætlun 2018-2020

Lögð fram og samþykkt.

4.  Starfsmannamál

Þar sem nú er laus 60% staða sjúkraliða samþykkir stjórn Höfða að breyta stöðunni í 60% stöðu hjúkrunarfræðings.  Með breytingunni verður hægt að manna allar morgun- og kvöldvaktir með hjúkrunarfræðingum.  Eftir breytingarnar verða hjúkrunarfræðingar einungis á bakvöktum á næturvöktum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00