Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

67. fundur 29. september 2016 kl. 16:30 - 17:30 Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdótti,r Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Skipulagsbreytingar

Tillaga að skipulagsbreytingum á Höfða:

• Eldhús Höfða verður lokað eftir kl. 16.00. Lögð verða niður störf í eldhúsi, samtals 4,55 stöðugildi. Eftir verða 3,5 stöðugildi.

• Lögð verða niður störf í býtibúrum heimilisins, samtals 2,76 stöðugildi.

• Lögð verða niður störf í þvottahúsi, 1,9 stöðugildi.  Eftir verður 0,5 stöðugildi í þvottahúsi.

• Aukning verður um 6,3 stöðugildi í umönnun en í heild fækkar stöðugildum um 2,91 auk fastrar afleysingar samtals 3,41 stöðugildi.

Með framlögðum skipulagsbreytingum hættir heimilisfólk að borða í matsal heimilisins.  Hver deild heimilisins verður með aðstöðu til að matast í.  Auk þess sem komið er upp þvottaaðstöðu á hverri deild heimilisins.  Ekki verða um aðgreind störf að ræða á deildum, starfsfólk í umönnun mun annast þau störf sem til falla inn á deildum.  Í eldhúsi heimilisins verður framleiddur hádegisverður og kvöldverður sem borin verður fram á hverri deild fyrir sig.

Áætlaður kostnaður við breytingar á húsnæði og kaup á tækjum er kr. 13.665.240. Áætlaður sparnaður við fækkun stöðugilda er kr. 21.000.000 á ársgrundvelli.

Stjórn Höfða samþykkir tillögu að skipulagsbreytingum.  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00