Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

63. fundur 18. apríl 2016 kl. 16:30 - 18:15 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu:  Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:  

1) Ársreikningur 2015

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra. Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 732,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 810,9 mkr., þar af gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar 95,3 mkr.  Afskriftir námu 25 mkr. og fjármagnsliðir nettó 13,2 mkr.  Tap af rekstri nam því 116,2 mkr.  Lækkun á handbæru fé nam 9,9 mkr. og var handbært fé 137,3 mkr. í árslok 2015. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2) Vistunarmál

Samþykkt vistun tveggja einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

3) Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 26. febrúar til 14. apríl 2016.

4) Bréf SFV til SÍ vegna uppgjöra dags.30.3.2016

Stjórn Höfða mótmælir harðlega breyttu fyrirkomulagi á uppgjöri daggjalda meðan á samningaviðræðum stendur um gerð rammasamninga um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila.

5) Greinargerð um kostnaðarútreikning fyrir rekstur hjúkrunarheimila

Samkvæmt greinargerð Nolta ráðgjöf og þjálfun sem Hrafnista og Grund hafa látið taka saman er áætlað að hjúkrunardaggjöld fyrir 50 rýma hjúkrunarheimili á árinu 2016 þyrftu að vera frá 38.633 kr. til 41.005 kr. til þess að hægt væri að uppfylla „Kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu“ útgefna af velferðarráðuneytinu og viðmið Embættis landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum.  Hjúkrunardaggjöld Höfða nema 25.903 kr. og því ljóst að himinn og haf er þar á milli. Stjórn Höfða hvetur stjórnvöld og Sjúkratryggingar Íslands til að ganga strax til samninga við hjúkrunar- og dvalarheimili um gerð þjónustusamninga sem fela í sér daggjöld sem duga fyrir rekstri þeirra.

6) Bréf Hauks Ingibjargarsonar dags. 29.2.2016 þar sem hann segir upp starfi sínu sem matreiðslumeistari.

Í ljósi fjárhagsaðstæðna Höfða samþykkur stjórn að leggja niður starf matreiðslumeistara.  Stjórnin felur jafnframt framkvæmdastjóra og húsmóður að vinna að endurskipulagningu á starfsemi eldhúss og fá til þess aðstoð sérfræðinga ef þörf krefur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00