Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

57. fundur 14. desember 2015 kl. 16:30 - 17:45 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

 

57. fundur stjórnar HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis haldinn 14. desember 2015 kl. 16.30

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri, Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 10. nóvember til 13.desember 2015.

2.  Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar til 31.október 2015

Lagt fram.

3.  Starfsánægjukönnun í umönnun

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsánægjukönnun sem gerð hefur verið meðal starfsmanna í umönnun árlega frá árinu 2009.

4.  Bréf frá Reyni Þorsteinssyni þar sem hann segir upp samningi um læknisþjónustu.

Framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra falið að ræða við HVE á Akranesi um gerð samnings um læknisþjónustu fyrir Höfða.

5.  Samantekt um lífeyirsskuldbindingar

Lögð fram.

6.  Samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á viðræðum við SÍ um gerð þjónustusamninga við hjúkrunar- og dvalarheimili.

7.  Gjaldskrá Höfða

Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um verð á útseldu fæði frá Höfða.  Verð pr. máltíð hækki úr kr. 965 í kr. 985. Hækkun taki gildi frá og með 1. janúar 2016.

8.  Önnur mál

a) Bréf Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra þar sem hún segir upp starfi sínu. Lagt fram. b) Höfðavinir. Formaður stjórnar sagði frá fundi sem hún, framkvæmdastjóri og húsmóðir áttu  með stjórn Höfðavina þann 26.nóvember sl.  Fyrirhugað er aukið samstarf milli Höfða og Höfðavina og fagnar stjórnin því.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00