Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

56. fundur 09. nóvember 2015 kl. 16:30 - 17:45 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður Kristján Sveinsson Margrét Magnúsdóttir Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun; Eyvindur Eiðsson, Kristín Jónsdóttir, Þorgerður Sveinsdóttir og Gunnar Lárusson.

2. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 7. september til 8.nóvember 2015.

3. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar til 30.september 2015.

Lagt fram.

4. Fjárhagsáætlun 2016.

Samkvæmt framlagðri áætlun er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 763 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 820 mkr., þar af gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar 92 mkr.  Afskriftir nema 25 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 17,9 mkr.  Tap af rekstri nemi 99,9 mkr.   Handbært fé frá rekstri nemi 33,6 mkr., fjármögnunarhreyfingar nemi 45,6 mkr.  Lækkun á handbæru fé nemi 12 mkr. og að handbært fé í árslok verði 115,6 mkr. Lögð fram og samþykkt.

5. Fjárhagsáætlun 2017-2019.

Lögð fram og samþykkt.

6. Hvíldarinnlagnir.

Stjórn Höfða samþykkir að fara fram á við Velferðarráðuneytið að Höfði fái að fjölga skammtímarýmum vegna hvíldarinnlagna um eitt í ljósi þess að í fjárlagafrumvarpi 2016 er gert ráð fyrir auknu fjármunum til að mæta brýnni þörf fyrir hvíldarinnlagnir og önnur úrræði fyrir aldraða.  Um brýna þörf fyrir slíkt úrræði á svæðinu þarf ekki að deila enda er fyrir einungis eitt slíkt skilgreint rými á Akranesi og Hvalfjarðarsveit.

7.  Ársreikningur Gjafasjóðs 2014.

Lagður fram.

8. Önnur mál.

Bréf hjúkrunarstjórnenda á Höfða dags. 27.10.2015.  Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00