Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

53. fundur 07. september 2015 kl. 16:30 - 18:20 Höfða

 

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður, Margrét Magnúsdóttir, Guðjón V. Guðjónsson varamaður, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1) Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 13.ágúst til 6. september 2015.

2)  Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar til 31.júlí 2015

Lagt fram.

3) Bréf frá Akraneskaupstað dags. 24. ágúst 2015 um rekstrarstöðu Höfða – 6 mán. uppgjör

Lagt fram, ásamt svarbréfi framkvæmdastjóra dags. 2.september 2015.

4) Ályktun stjórnar SFV dags. 3. september 2015 um lífeyrisskuldbindingar

Lögð fram.

5) Bréf árshátíðarnefndar Höfða dags. 2.september 2015

Samþykkt fjárframlag að upphæð kr. 400.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 1975 „starfsmannafagnaðir“.

6) Starfsmannamál

a) Helga Atladóttir fór yfir stöðu mála í aðhlynningu, einnig lagt fyrir bréf frá starfsmönnum á Leyni/Jaðar dags. 1.september 2015. Lagt fram.  Samþykkt að vísa málinu til frekari umfjöllunnar við fjárhagsáætlunagerð 2016.  Jafnframt er hjúkrunarforstjóra falið að jafna álag milli deilda með flutningi á starfsmönnum og íbúum milli hæða.

b) Beiðni um námsleyfi. Samþykkt að veita námsleyfi þá daga sem kennsla fer fram.

c) Bréf frá Helgu Atladóttur dags. 1. september 2015. Stjórnin getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að veita launað leyfi frá störfum 14.október til og með 16.október 2015.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.20

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00