Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

49. fundur 04. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00 Höfða

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður Margrét Magnúsdóttir Guðjón V. Guðjónsson varamaður Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1) Vistunarmál  Samþykkt vistun; Alda Jóhannesdóttir, Ólafur Jón Jóhannesson Bachmann og Hjálmar Þorsteinsson.

2) Viðburðaryfirlit  Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 26.janúar til 3.mars 2015.

3) Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1. janúar – 31. desember 2014  Lagt fram.

4) Samkomulag við Útfararþjónustuna ehf. um flutninga.  Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að segja upp samkomulaginu með þriggja mánaða fyrirvara og falið að koma með tillögu fyrir næsta fund að breyttu fyrirkomulagi.

5) Ný gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands nr.13/2015  Lögð fram.

6) Fundargerð félagsfundar SFV dags. 13.2.2015  Lögð fram.

7) Bréf frá Helgu Atladóttur dags. 10.2.2015  Stjórn Höfða samþykkir erindið og samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun vegna málsins sem færist á lykil 02210-4260 og færist á móti til lækkunar á handbæru fé.

8) Starfsmannamál  

a) Bréf Helgu Bjargar Helgadóttur þar sem hún sækir um launalaust leyfi í eitt ár frá og með 1.júní 2015.  Samþykkt.  

b) Umsjónarmaður fasteigna.  Maggi Guðjón Ingólfsson lét af störfum í lok febrúar.  Samþykkt að Sigurður J. Hauksson taki við starfi hans.  Ekki verður ráðið í núverandi starf Sigurðar að sinni.  Heimild veitt til að ráða í sumarafleysingar við akstur og húsvörslu í allt að 10 vikur.  

c) Ræstingar.  Samþykkt að auka við ræstingar um 0,2 stöðugildi frá og með 1.apríl 2015.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00