Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

56. fundur 25. febrúar 2008 kl. 20:00 - 22:10
Ár 2008. þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafnsins í Görðum saman til fundar í Garðakaffi.

 

Til fundarins komu:            Bergþór Ólason form.

                                        Magnús Þór Hafsteinsson  (varamaður)

                                        Guðni Tryggvason

                                        Ragna Kristmundsdóttir

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður byggðasafnssins fundinn.


Fundur settur  

 

1.  Starfsmannamál.

Formanni falið að ræða við hlutaðeigandi aðila og leggja fram tillögu á næsta stjórnarfundi.

 

2.   Skipulag menningar- og safnamála.

Farið yfir vinnu stýrihóps um skipan menningar- og safnamála á Akranesi og í því sambandi rætt um mögulegt samstarf milli Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Form. Byggðasafns situr fyrir hönd safnsins í stýrihópnum.

 

3.    Kútter Sigurfari.

Formaður sagði frá því að hann er að safna saman ýmsum hugmyndum, ásamt  upplýsingum um kostnað er varðar uppbyggingu skipsins.

 

4.    Framkvæmdir á safnasvæðinu 2008

Forstöðumaður skýrði stjórn frá helstu verkefnum sem ráðgert er að fara í. Má þar helst nefna áframhaldandi endurgerð Sanda, Geirsstaða og Garðahúss, en í þau verkefni hafa fengist veglegir styrkir á árinu. Þá sagði hann að til stæði að uppfæra bæði Steinasafnið og Íþróttasafn Íslands ásamt ýmsum öðrum verkefnum á vegum safnsins

 

5.      Önnur mál.

a)      Forstöðumaður sagði frá styrkjum sem safnið er að fá frá      Menningarráði Vesturlands.

 

b)      Lagt fram og kynnt bréf frá Trad Communications A/S í Danmörku vegna útgáfu kynningar og ímyndarbæklings fyrir Akranes

 

c)      Bréf Sagaz ehf. varðandi þátttöku byggðasafnsins að verkefninu Ísland atvinnuhættir og menning. Stjórn afþakkar erindið.

 

d)      Rætt um rekstur Safnaskálans að Görðum.

 

                         Fleira ekki gert fundi slitið kl. 22:10

                         Guðni R. Tryggvason (sign)

                         Jón Allansson (sign)     

                         Bergþór Ólason (sign)

                         Ragna Kristmundsdóttir (sign)

                         Magnús Þór Hafsteinsson (sign)

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00