Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

25. fundur 30. janúar 2003 kl. 09:50 - 11:00

Ár 2003, miðvikudaginn 29. janúar kl. 18:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

_____________________________________________________________

 

Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson, Jósef H. Þorgeirsson, Ása Helgadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Guðlaugur I. Maríasson, Helgi Ómar Þorsteinsson og Jóna Adolfsdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn:  Jón Allansson, Helga Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon.

_____________________________________________________________

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Samstarfssamingur vegna Safnavæðisins að Görðum.

Magnús fór yfir drög að nýjum samningi.  Verulegar umræður urðu um málið og aðallega um Fróðá.

 

2. Verkefnisstjóri Safnasvæðisins að Görðum.

Samþykkt að ráða verkefnisstjóra fyrir safnasvæði að Görðum í 50% starf.  Akraneskaupstaður stendur straum af kostnaði samfara ráðningu verkefnisstjóra.

 

3. Kútter Sigurfari.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
?Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita samþykkir að skipa nefnd sem fjalli um málefni kútters Sigurfara.
Í nefndinni skulu sitja forstöðumaður Byggðasafnsins og tveir menn aðrir sem séu sérfróðir um viðhald og varðveislu skipa.
Nefndin skal gera tillögur um viðgerðir á skipinu og hvernig megi varðveita það til framtíðar og hafa almenningi til sýnis.  Nefndin skal láta kostnðaráætlun fylgja tillögum sínum.  Hún skal skila tillögum til stjórnar Byggðasafnsins fyrir 1. október á þessu ári.?

 

4. Aðsókn að safnasvæðinu á árinu var 16.501 og hefur aukist úr 6.823.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Guðlaugur I. Maríasson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Helgi Ómar Þorsteinsson (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00