Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

24. fundur 11. desember 2002 kl. 19:00 - 21:00

Ár 2002, miðvikudaginn 11. desember kl. 19:00   kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

_____________________________________________________________

 

Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson, Jósef H. Þorgeirsson, Jón Gunnlaugsson, Jóna Adolfsdóttir,  Ása Helgadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Guðlaugur I. Maríasson, Helgi Ómar Þorsteinsson og Marteinn Njálsson.
 Auk þeirra sat, Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.

_____________________________________________________________

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Lagt fram yfirlit um aðsókn að söfnunum sem hér segir:

 

1995     6633  gestir
1996     7075  gestir
1997     5330  gestir
1998     5664  gestir
1999     5324  gestir
2000     3285  gestir
2001     6823  gestir
2002   13073  gestir

 

2. Jón vakti athygli á að samningur vegna safnavæðisins að Görðum milli Byggðasafnsins og Steinaríkis Íslands renni út 31.12.2002.

Formanni og forstöðumanni falið að ræða við Þorstein Þorleifsson um framhaldið.

 

3. Rætt um fyrirhugað ljósmyndasafn á Akranesi og ljósmyndir í eigu Byggðasafnsins og hvernig eigi að varðveita þær í framtíðinni.

Ákvörðun frestað.

 

4. Greint frá nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað.  Menningar- og fræðslusvið tengist Byggðasafni Akraness og nærsveita með brotinni línu.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Marteinn Njálsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Guðlaugur I. Maríasson (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Helgi Ómar Þorsteinsson (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00