Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

21. fundur 14. ágúst 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20:00, kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili.

Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
   Jón Gunnlaugsson,
   Jósef H. Þorsteinsson,
   Ása Helgadóttir,
   Jóna Adolfsdóttir og
   Guðlaugur I. Maríasson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Jón Allansson setti fundinn og bauð nýkjörna stjórn velkomna til starfa.

 

2. Formaður var kjörinn Sveinn Kristinsson.

 

3. Ritari var kjörinn Jósef H. Þorsteinsson.

 

4. Varaformaður var kjörinn Hallfreður Vilhjálmsson.

 

5. Þar með var kosin framkvæmdastjórn safnsins: Sveinn Kristinsson, Jósef H. Þorsteinsson og Hallfreður Vilhjálmsson.

 

6. Almennt varðandi safnið.
Jón Allansson fór yfir stöðu mála varðandi safnið. Aðsókn að safninu hefur vaxið verulega í sumar. Rekstur safnsins er á áætlun og framkvæmdir á sumrinu eru í samræmi við það sem ráðgert var. Aðallega eru það framkvæmdir við ?höfn? til að auðvelda aðgang að bátasafninu. Fyrirspurnir og umræður urðu nokkrar um starfsemi safnsins.

 

7. Samstarfssamningur vegna safnasvæðisins að Görðum.
Jón Allansson gerði grein fyrir samningnum,  sem gerður var 4. júni s.l.  Ljóst er að markmið um aðsókn skv. 1. gr. munu ekki nást og einnig að verklok skv. 3. gr., 10. júlí 2002 hafa ekki náðst heldur og raunhæfara að segja 15. september n.k. Stjórnin samþykkir samninginn með framangreindum athugasemdum.

 

8. Stjórn ákveður að stefna að því í framtíðinni að halda fundi á miðvikudögum , þ.e fyrsta miðvikudag í þeim mánuði sem fundir eru haldnir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Helgi Ó Þorsteinsson (sign)
Jóna Adólfsdóttir (sign)
Guðlaugur I. Maríusson (sign)
Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00