Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

49. fundur 07. mars 2012 kl. 13:44 - 18:30

49. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 6. mars 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.


Fyrir tekið:

 

1. 1203042 - Akranesstofa - hagræðing í rekstri
Verkefnastjóri fór yfir tillögur um 3% hagræðingu í rekstri, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 13. desember 2011 þar um. Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.


2. 1112097 - Byggðasafnið - starfsmannamál
Verkefnastjóri lagði fram minnisblað og upplýsingar Andrésar Ólafssonar, fjármálastjóra varðandi starfsmannamál Byggðasafnsins, sem óskað var eftir á síðasta fundi stjórnarinnar. Stjórn Akranesstofu samþykkir að ráða Guðmund Sigurðsson tímabundið til starfa við Byggðasafnið til 31. 12. 2012. Sveinn Kristinsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna.


3. 1112098 - Smiðjuvellir 9 - virðisaukaskattur á geymslu
Verkefnastjóri lagði fram minnisblað og upplýsingar Andrésar Ólafssonar, fjármálastjóra varðandi málið, sem óskað var eftir í síðasta fundi stjórnarinnar. Stjórn Akranesstofu getur ekki orðið við þessari beiðni og felur verkefnastjóra að svara bréfritara.


4. 0810089 - Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum
Framhald umræðu frá síðasta fundi stjórnar varðandi athugasemdir Safnaráðs við skipulagsskrá Byggðasafnsins. Athugasemdir stjórnar hafa verið færðar inn í skipulagsskrána og verður hún þannig send til umfjöllunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjórnar Akraness.
5. 1109132 - Fjárhagsáætlun 2012


Verkefnastjóri lagði fram gögn varðandi rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að kalla rekstraraðila tjaldsvæðisins til fundar um endurskoðun samnings um reksturinn. Einnig að hafinn verði undirbúningur útboðs á rekstri tjaldsvæðisins fyrir árið 2013.
6. 1111018 - Bíóhöllin - endurnýjun sýningartækja


Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. HB Grandi hf. hefur ákveðið að styrkja verkefnið um 5 milljónir króna en áður hafði bæjarstjórn Akraness samþykkt að verja 8 milljónum króna til þess. Stjórn Akranesstofu þakkar HB Granda hf. þennan rausnarlega styrk.


7. 1203043 - Akranesstofa - ferðamál

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.


8. 0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.


9. 1202001 - Afmælisnefnd - úrsögn
Karen Jónsdóttir hefur sagt sig úr afmælisnefndinni. Stjórn Akranesstofu skipar Lúðvík Gunnarsson í nefndina í hennar stað.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00