Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

47. fundur 26. október 2011 kl. 17:15 - 18:00

47. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 26. október 2011 og hófst hann kl. 17:15
Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Hjördís Garðarsdóttir boðaði forföll og boðaði varamann.
Fyrir tekið:

1. 1110277 - 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar- afmælisnefnd
Skipan 5 manna afmælisnefndar vegna 70 ára afmælis kaupstaðarréttinda á Akranesi á næsta ári.
Stjórn Akranesstofu hefur ákveðið að skipa eftirtalda aðila í nefndina:
   Björn Guðmundsson
   Guðríður Sigurjónsdóttir
   Karen Jónsdóttir
   Elsa Lára Arnardóttir
Nefndin mun kjósa sér formann. Verkefnastjóri Akranesstofu verður starfsmaður nefndarinnar og boðar til fyrsta fundar.
2. 1110011 - Vökudagar 2011 - dagskrá
Verkefnastjóri kynnti dagskrá menningar- og listahátíðarinnar Vökudaga sem hefst á morgun, fimmtudaginn 27. október og lýkur sunnudaginn 6. nóvember nk.
Stjórn Akranesstofu lýsir yfir ánægju með glæsilega dagskrá Vökudaga og hvetur Skagamenn til að taka virkan þátt í viðburðum Vökudaga.
3. 1110012 - Menningarverðlaun 2011
Akraneskaupstaður veitir árlega sérstaka viðurkenningu - "Menningarverðlaun Akraness" til þeirra einstaklinga, fyrirtækja eða félagasamtaka sem skarað hafa fram úr með framlagi sínu eða starfsemi í þágu menningar og listalífs á Akranesi á ári hverju.
Málið rætt.
4. 1110234 - Þjóðahátíð Vesturlands 2011
Styrkbeiðni vegna Þjóðahátíðar Vesturlands, dags. 16. október 2011.
Erindi "Society of New Icelanders" varðandi styrk vegna Þjóðahátíðar 2011. 
Í reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun styrkja til ýmissa verkefna segir m.a.: ?Akraneskaupstaður hefur það sem meginstefnu, að verkefni hljóti ekki styrki ef þau teljast styrkhæf hjá öðrum þeim aðilum sem Akraneskaupstaður leggur til fjármuni til úthlutunar styrkja.? Með hliðsjón af þessu er því ekki hægt að verða við erindinu í ljósi þess að umrætt verkefni hefur þegar hlotið styrk frá Menningarráði Vesturlands á árinu 2011.
5. 1110243 - Samkomulag um rekstur Snorrastofu
Samningur um stuðning við starfsemi Snorrastofu árið 2011. Þorgeir vill að eftirfarandi sé bókað:

Á fundi bæjarráðs þann 19.október sl. var samþykkt ?Samkomulag um rekstur Snorrastofu?.  Samkomulag þetta felur í sér rekstrarstyrk til Snorrastofu að upphæð krónur 800.000,-.

Undirritaður vill vekja athygli á því ósamræmi hjá meirihlutanum sem birtist í þessari afgreiðslu.  Þessi menningatengdu útgjöld þurfa ekki að fara í gegnum stjórn Akranesstofu á sama hátt og óskir Bókasafnsins um fjárveitingar til tækja- og búnaðarkaupa og beiðni Byggðasafnsins í Görðum um aukafjárveitingu,  Stjórn Akranesstofu getur bara verið ráðgefandi í svona málum þar sem bæjarráð eitt getur afgreitt beiðnir sem fela í sér útgjöld utan fjárhagsáætlunar.

Akranesi 26. október 2011

Þorgeir Jósefsson
Formaður vill að það komi fram að bæjarstjórn ákvað að vísa málinu aftur til umfjöllunar í bæjarráði á fundi sínum þann 25. október sl.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00 .

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00