Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

22. fundur 01. desember 2009 kl. 17:00 - 18:50

22. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 1. desember 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

Þröstur Þór Ólafsson, varamaður

Margrét Snorradóttir, aðalmaður

Daníel Ottesen, varamaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.   Fjárhagsáætlun Akranesstofu 2010

Til fundarins mættu Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafns og Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður. Farið var yfir áætlanir viðkomandi stofnana og ábendingar forstöðumanna, auk þess sem verkefnastjóri fór yfir áætlun Akranesstofu.

 Stjórnin mótmælir því  að Fjárhagsáætlun ársins 2010 geri ráð fyrir að  fækkað verði um eitt stöðugildi á Byggðasafninu. Það hefur aldrei staðið til.

Stjórnin óskar eftir því að Ljósmyndasafnið verði sérgreint í fjárhagsáætlun fyrir bókasafnið.

Stjórnin beinir því einnig  til bæjarráðs að leitað verði leiða til að hafa bókasafnið opið í 2-3 klst á laugardögum yfir vetrarmánuðina.

Verkefnastjóra Akranesstofu falið að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum til bæjarráðs.

2.   Bæjarlistamaður Akraness 2010

Formaður kynnti þær tilnefningar sem fram hafa komið um bæjarlistamann fyrir árið 2010.

Verkefnastjóra Akranesstofu falið að koma tilnefningu Akranesstofu til bæjarráðs til staðfestingar.

3.   Hálfrar aldar afmæli Byggðasafnsins í Görðum

Verkefnastjóri kynnti dagskrá afmælishátíðar Byggðasafnsins, sem haldin verður sunnudaginn 13. desember nk. á 50 ára afmælisdegi safnsins. Þá kynnti formaður tillögu um afmælisgjöf Akraneskaupstaðar í tilefni af þessum tímamótum.

Stjórn Akranesstofu samþykkir tillögu formanns og felur verkefnastjóra að koma tillögunni til bæjarráðs til afgreiðslu.

 4.   Samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu

Verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnisins.  Formaður leggur til að málið verði tekið til formlegrar afgreiðslu á aukafundi stjórnar Akranesstofu, þriðjudaginn 15. desember nk. 

Tillaga formanns samþykkt samhljóða.

5.   Önnur mál

·   Akranes á aðventu ? kynning á dagskrá

Lögð fram.

·   Menningarráð Akraness ? styrkveitingar vegna ársins 2009. 

Verkefnastjóri fór yfir stöðu málsins.

·   Leikgerð um Jón Hreggviðsson.

Verkefnastjóri kynnti framgang verkefnisins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00