Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

2. fundur 11. apríl 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
  • Daníel Rúnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Farið verður yfir stöðu verkefna sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi auk þess sem kynnt verður gróf teikning af mögulegum snúningi fótboltavallar. Að lokum verður skipulögð vinna fram að næsta fundi starfshóps.
Fulltrúi frá Mannviti verkfræðistofu fór yfir teikningu af snúningi fótboltavallar og þætti sem þarf að taka tillit til við nánari hönnun, ef út í það verður farið. Formaður starfshóps fór yfir efni funda sem aðilar úr starfshópnum hafa átt með ýmsum aðilum í tengslum við stefnumótun á svæðinu, en búið er að funda með aðilum frá Miðbæjarsamtökunum og eiganda líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Búið er að bóka nokkra fundi í viðbót með ýmsum hagaðilum og er verið að vinna í að setja niður fleiri fundi.
Farið var yfir gögn sem safnað hefur verið saman til að nýta inn í vinnuna. Um er að ræða t.d. fundargerð frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins, gögn frá barna- og ungmennaþingi árið 2022, upplýsingar úr könnunum og vinnustofum frá yfirstandandi stefnumótunarvinnu vegna heildarstefnu Akraneskaupstaðar, gögn frá hugmyndasamkeppni um Langasandssvæðið og efni sem kom fram í Okkar Akranes opin svæði verkefninu.
Fyrir næsta fund verður fundað með fleirum hagaðilum ásamt því sem stefnt er að því að fyrstu drög að verkefnalýsingu og skipulagslýsingu liggi fyrir.
Hjörtur Brynjarsson frá Ísold fasteignir ehf. sat fundinn sem gestur.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00