Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

29. fundur 08. maí 2013 kl. 18:45 - 21:00

29. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 8. maí 2013 og hófst hann kl. 18:45

Fundinn sátu:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:
1. 1303030 - Starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir drög að starfslýsingu fyrir atvinnu- og ferðamálafulltrúa.

2. 1305044 - Atvinnumálanefnd - stefnumótun
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir og kynnti drög að stefnumótun fyrir nefndina.

3. 1212174 - Ársreikningur 2012 v/ Háhita - endurskoðun
Endurskoðaður ársreikningur Háhita ehf, fyrir árið 2012, lagður fram, samþykktur og undirritaður af stjórn.

4. 1305112 - Starfshópur um atvinnumál - önnur mál
Sævar Þráinsson ræddi um Sjávarklasann, sem staðsettur er á Grandagarði í Reykjavík. Sjávarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja á Íslandi sem eru í haftengdri starfsemi. Rætt var um að koma á fundi með Þór Sigfússyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Sjávarklasans.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00