Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

16. fundur 19. janúar 2012 kl. 13:30 - 21:45

16. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 miðvikudaginn 18. janúar 2012 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

1.  1111090 - Markaðsráð - stofnun
 Tillaga um að halda stofnfund/framhaldsfund í lok janúar 2012.
 Á fundinum  verður stofnsamningur lagður fyrir nýja félagið sem á að heita Samtök atvinnulífsins á Akranesi og kosin stjórn.  Óskað verður eftir ræðumönnum á stofnfundinn  t.d. forsvarsmenn úr samtökum atvinnulífsins til þess að ræða tækifæri í atvinnulífinu á næstu árum.
   
2.  1107114 - Atvinnumálanefnd
 Skýrsla atvinnumálanefndar árið 2011, einnig verkefnalisti nefndarinnar.
 Farið var yfir áfangaskýrslu nefndarinnar og verkefnalista hópsins og verkefnastjóra fyrir árið 2011.  Verkefnastjóra falið um að leggja skýrslu og verkefnalista fyrir Bæjarráð.
   
3.  1106158 - Innovit - atvinnu- og nýsköpun
 Atvinnu- og nýsköpunarhelgi 9.-11. mars 2012. Tillaga um að Helga Rún Guðmundsdóttir starfi með Innovit til undirbúnings helgarinnar og Guðjón Steindórsson verkefnastjóri verði til aðstoðar.
 Formaður fór yfir ýmis atriði sem huga þarf að vegna atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar og hvert hlutverk tengiliðs kaupstaðarins sé í tengslum við hana.  Hópurinn samþykkir Helgu Rún Guðmundsdóttir sem tengilið við Innovit vegna undirbúnings og verður Guðjón henni til aðstoðar.
   
4.  1201178 - Atvinnuvegasýning á Akranesi
 Skoða áhuga og möguleika á slíkri sýningu.
 Hópurinn telur þörf á að kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í slíkri sýningu áður en lengra verður haldið.  Verkefnastjóra er falið að ræða við valin fyrirtæki á Akranesi og kanna áhuga þeirra.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00