Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

10. fundur 17. ágúst 2011 - 21:45

10. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18,
 miðvikudaginn 17. ágúst 2011 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

1.  1107114 - Atvinnumálanefnd - Atvinnuleysi
 Lögð fram skýrsla/yfirlit yfir atvinnuleysi á Akranesi.
 Yfirlit um atvinnuleysi frá árinu 2000 til júní 2011 á Akranesi og yfirlit um aldursgreiningu og menntun atvinnulausra á árinu 2011. Einnig var rætt hvað væri að gerast hjá þeim stofnunum sem vinna að málefnum atvinnulausra á Akranesi.
   
2.  1107114 - Atvinnumálanefnd - erindisbréf
 Ingibjörg Valdimarsdóttir fór yfir efni erindisbréfsins og gerð var örlítil leiðrétting og bréfið síðan samþykkt og verður þannig sent til bæjarstjórnar.
   
3.  1107114 - Atvinnumálanefnd - Önnur mál

 Farið var yfir fyrstu drög að skýrslu atvinnumálanefndar sem verið er að vinna að og sem nefndin ætlar að leggja fram almennt um atvinnumál til upplýsingar fyrir bæjarstjórn.
Ingibjörg Valdimarsdóttir sagði frá verkefnastöðu nefndar sem vinnur að gerð rekstraráætlunar og framkvæmdaáætlunar vegna fyrirhugaðrar innrennslislyfjaverksmiðju á Akranesi. Einnig uppýsti verkefnastjóri að væntanleg væri rekstrarskýrsla sem Páll Kr. Pálsson rekstrarráðgjafi hjá Skyggni væri að ljúka við vegna hugsanlegra framkvæmda sem Háhiti ehf. væri að vinna að.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00