Skólanefnd (2000-2008)
51. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 12. október 2005 kl. 17:15.
Mætt á fundi:              Jóhanna Hallsdóttir, formaður
                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður
                                 Sigrún Ríkharðsdóttir
                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:       Lárus Sighvatsson, skólastjóri
                                Bryndís Bragadóttir, fulltrúi kennara Tónlistarskólans 
                                Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi hreppanna sunnan Skarðsheiðar.
                                    
Einnig sat 
Fyrir tekið:
1. Málefni Tónlistarskólans á Akranesi.
Formaður bauð starfsfólk Tónlistarskólans á Akranesi velkomna á fund skólanefndar. Lárus skólastjóri fór yfir helstu upplýsingar um skólastarfið. 
Í blokkflautunámi og forskóla eru 15 nemendur. Í hljóðfæradeild eru 263 og 24 nemendur eru í söngdeild. Biðlisti er eftir námi í gítarleik, flautu og fiðlu og slagverki. Nemendafjöldi er 315. Grunnskólanemendur í tónlistarnámi eru 214 og skiptast þannig: Brekkubæjarskóli: 79, Grundaskóli:122 og í Heiðarskóla eru 13 nemendur. Stúlkur á grunnskólaaldri eru 132 og strákar 82.
Skólagjöld eru þannig: Almennt nám: 43.200, hálft nám: 26.000, forskóli: 24.000, söngur: 55.000 og skólahljómsveit 24.000.
Stöðugildi við skólann eru 16.
Umræða var um ýmsa þætti í starfi skólans s.s. skólagjöld, aldur í söngnámi, barnakór, hópkennslu og einstaklingskennslu, tónmenntakennslu í grunnskólum og fleira.
Margt er á döfinni á skólaárinu. Skólahljómsveitarmót var haldið á Akranesi og voru ríflega 800 nemendur sem tóku þátt auk kennara og fylgdarmanna.
Tónlistarskólinn heldur upp á 50 ára afmæli á yfirstandandi skólaári og verður afmælisins minnst á ýmsan hátt. Samvinna er við menningarmála- og safnanefnd um Vökudaga 3. ? 11. nóvember í tengslum við afmælið.
Í hverjum mánuði verður útnefnt hljóðfæri mánaðarins og unnið með það.
2. Önnur mál.
Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.
Fundi slitið kl.18:30.
 
					
 
  
 



