Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

35. fundur 08. desember 2003 kl. 18:00 - 19:45

35. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Tónlistarskólanum á Akranesi, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 18:00.


Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
 Ingþór B. Þórhallsson
 Jónas H. Óttósson
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:     Sigurður Sverrisson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Laufey Karlsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
 Björg Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
 Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Auður Hrólfsdóttir, grunnskólastjóri
 Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri
Ragna Kristmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar

Einnig sat Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi fundinn sem og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Fjárhagsáætlun ársins 2004.  Formaður setti fund og kynnti umræðuefnið sem er fjárhagsáætlun 2004. Byrjað var á fjárhagsáætlun leikskólanna. Sigrún leikskólafulltrúi benti á að erfitt væri að vera með nákvæmar áætlanir vegna viðbótardeilda sem teknar verða í notkun á komandi ári. Sigrún tekur einnig fram að hún telji að í framtíðinni eigi áætlanirnar að taka beint mið af barnafjölda og rekstrarliðir verði áætlaðir samkvæmt því. Talsverðar umræður urðu um aðferðarfræði við áætlanagerð. Fram kom í máli Ingunnar leikskólastjóra Garðasels að aðstæður til matseldar og uppþvottar eru mjög bágar. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að gert verði ráð fyrir endurbótum í eldhúsi Garðasels þannig að hægt verði að halda óbreyttri þjónustu. Sigrún greindi einnig frá því að bæjarráð hefur tekið ákvörðun um hækkun leikskólagjalda um 4% sem og fæðiskostnaður. Samhliða þessari hækkun var felldur niður afsláttur á fæðisgjaldi til þeirra sem njóta afsláttar. Síðan voru umræður fjárhagsáætlun grunnskólanna. Auður benti á að áætlunin gerði ekki ráð fyrir að seldur yrði heitur matur í Brekkubæjarskóla hvorki sem aukin útgjöld né hærri tekjur. Auður gerði að umtalsefni að gera yrði ráð fyrir öllum búnaði vegna fæðissölu s.s. borðbúnað. Einnig benti hún á að enn væri ekki búið að gera rekstrarleigusamning vegna tölvubúnaðar og aukinn kostnaður sjáanlegur af ýmsum ástæðum.  Auður sagði einnig frá því hún hefur verið að vinna áætlanir vegna merkinga innanhúss og kostar það um kr. 700.000.  Þessum kostnaði verður erfitt að mæta miðað við áætlun ársins. Sigurður Arnar fór síðan yfir málefni Grundaskóla. Fyrst nefndi hann launamál starfsmanna þar sem nokkur mál eru óleyst. Síðan benti hann á að sá tímafjöldi sem ætlaður er til að sinna tölvuumsjón eru of naumt skammtaður. Verkefni sem bíða eru endurgerð sérgreinastofa en þær eru komnar til ára sinna. Sigurður rakti síðan nokkur þróunarverkefni sem eru í gangi í skólanum. Báðir skólar  hafa áhuga á að lokahönnun lóða verði sem fyrst lokið. Sigurður benti að lokum á að skólinn sækir fast að fá viðurkenningu á að í 8. bekk verði þrír bekkir. Lárus skólastjóri lýsti óánægju sinni með fundartímann þar sem nú eru jólatónleikar í Tónlistarskólanum. Lárus sagði frá því að skólinn hefði óskað eftir að fjármagni yrði varið til að byggja upp svið í salnum, einnig fjármagn til að bæta starfsmannaaðstöðu sem og hljóðeinangrun skólans. Nokkrar umræður urðu um hljóðeinangrun skólans. Lárus sagði frá umræðum sem hann átti við bæjarráð um endurbætur á hljóðfærakosti skólans.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   

Umræður urðu um hve lítið fjármagn er til viðhalds hjá eignarsjóði en það getur orðið mjög dýrt að skera viðhald við nögl.

 

2. Önnur mál. 
  · Sigurður Arnar sagði frá þróunarverkefnum og sýndi fundarmönnum skólann.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

 

 

 

 

 


 


 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00