Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

26. fundur 01. apríl 2009 - 02:00

Fundur í skólanefd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 1. apríl 2009.

________________________________________________________________

 

Mætt voru:

                  Helgi Guðmundsson, formaður skólanefndar

                  Helena Guttormsdóttir

                  Hjördís Garðarsdóttir

                  Marta Birna Baldursdóttir

                  Ólafur Helgi Haraldsson

                  Hörður Helgason, skólameistari

                  Atli Harðason, aðstoðarskólameistari

                  Eva Laufey Hermannsdóttir, áheyrnafulltrúi nemenda

                  Ragnheiður Sigurðardóttir, áheyrnafulltrúi foreldra

                  Sigurgeir Sveinsson, áheyrnafulltrúi kennara

________________________________________________________________

Skólameistari setti fundinn og bauð nýja skólanefnd velkomna til starfa.

 

1. Hlutverk skólanefndar.

Skólameistari fór yfir hlutverk skólanefndar skv. 5. grein í lögum um framhaldsskóla. Hann sagði frá því hvernig staðið var skipun í skólanefnd og hverjir kæmu þar að.

Hann sagði frá því að skólameistari væri ráðinn til 5 ára í senn og hann væri á sínu öðru ráðningartímabili. Atli aðstoðarskólameistari er einnig ráðinn til 5 ára í senn og er á sínu öðru ráðningartímabili.

Lögin tóku gildi að mestu í ágúst síðastliðinn. Þau eiga að hafa tekið gildi að öllu leyti 1. ágúst 2011. lögin gefa skólum meira svigrúm en áður til að skipuleggja námsbrautir. Vinna við skipulagningu námsbrauta er hafin í skólanum. Á síðasta kennarafundi var lögð fram tillaga um skilgreiningu á framhaldsskólaprófi. Það á að lengja skólaárið um 5 daga. Verið er að vinna að skipulagi á stúdentsbrautum. Allar námsbrautir til stúdentsprófs verða að innihalda íslensku, stærðfræði og ensku að lágmarki 45 einingum (nýjar einingar). Þessi mál voru rædd.

 

2. Kynning á starfsemi skólans. Ársskýrsla FVA 2008 lögð fram.

a) Skilgreining á ársnemum - nemandi sem skilar sér til prófs í 35 einingum samsvarar einum ársnemanda.

Fjöldi ársnemenda 2008 voru 590. Ársnemendur vorönn 2008 voru 560, brottfall var 8,3% á önninni. Haustönn 2008 voru 620, brottfall var 8%.

Brautskráðir nemendur eru svipaðir af fjölda á hausti og vori. 24. maí útskrifuðust 65 nemendur þar af 32 með stúdentspróf. Síðar í maí útskrifuðust 33 nemendur af almennri braut þar af 13 nemendur úr grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Alls 113 nemendur á vorönn. 20. desember voru brautskráðir 35 nemendur þar af 23 með stúdentspróf.

b) Byggingaframkvæmdir. Sagt frá því að nýtt verknámshús fyrir byggingar- og mannvirkjagreinar var tekið í notkun síðastliðið haust. öll starfsemi skólans fer nú fram á skólalóðinni að undanskilinni íþróttakennslu. Heimavistarmál rædd. Þar standa fyrir dyrum endurbætur á herbergjum. Mikilvægt er að fá leyfi til að byggja setustofu við heimavistina.

c) Dreifnám- fjárnám. Boðið er upp á töluvert mikið dreifnám - fjárnám. Gott úrval námsbrauta.

d) Innra mat - sjálfsmat. Farið yfir matskerfi skólans um innra mat.

e) Foreldrafélag. starf þess kynnt og sagt frá fyrirlestri sem var haldinn 31. mars.

Eva Laufey áheyrnafulltrúi nemenda, vék af fundi.

f) Rekstrarafkoma. Rekstraryfirlit FVA 2008 lagt fram. Afkoman var neikvæð. Helstu ástæður er mikil hækkun á húsaleigu. Lækkun kennsluskyldu kennara sem hafa náð 55 ára aldri hefur einnig aukinn kostnað í för með sér. Fleiri atriði skýra einnig þessa niðurstöðu. Laun er langstærsti liður í reksti skólans, eða rúmlega 80%.

Húsaleigan hefur hækkað mikið milli ára. Skólaakstur var rekinn með tapi.

Atli Harðarson aðstoðarskólameistari, vék af fundi. 

Rekstraráætlun fyrir árið 2009 lögð fram og kynnt. Fraga þarf saman í rekstri. Það verður aðallega gert með fækkun kennslustunda og fækkun yfirvinnustunda.

g) Lögð fram gögn umskiptingu nemenda eftir brautum, búsetu og aldri.

Félagsfræðibraut er fjölmennust. Flestir nemendur eru frá Akranesi eða 68%, úr Borgarbyggð 15% og Hvalfjarðarsveit 7%. En nemendur koma einnig frá öðurm stöðum.

Skólameistari hvetur alla til að kynna sér heimasíðu skólans.

3. Kosning formanns skólanefndar.

Tillaga kom frá Hjördísi Garðarsdóttir um Helga Guðmundsson sem formann. Ekki komu fleiri tillögur. Helgi Guðmundsson var kjörinn formaður.

4. Önnur mál.

a) Rætt um gjöld sem nemendur þurfa að greiða skólanum. Þar kom m.a. fram að endurskoða þarf gjaldskrá mötuneytis fyrir næsta skólaár.

b) Rætt um hentuga fundartíma fyrir skólanefndarfundi.

Næsti fundur er áætlaður 18. júní kl. 16:30. Fundarboð verða send á aðal- og varamenn. Skrifstofa boðar varamenn ef aðalmenn boða forföll.

c) Formaðurinn, Helgi Guðmundsson þakkar fyrir það traust sem honum er sýnt. Hann sagði frá fyrri störfum sínum sem tengjast skóla- og fræðslumálum.

 

Fundi slitið.

Ragnheiður Sigurðardóttir

fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00