Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

23. fundur 19. febrúar 2008 kl. 12:00 - 14:07

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 19. febrúar 2008 kl. 12:00.

 

 


 

Mætt voru:                Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,

                                Hörður Helgason skólameistari,

                                Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                                Borghildur Jósúadóttir,

                                Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara,

                                Íris Bjarnadóttir, fulltúi nemenda,

                                Lárus Ársælsson.

 

Forföll boðuðu:           Bergþór Ólason,

                                Bergþóra Jónsdóttir.

 

 

1.       Formaður skólanefndar setti fund.

Skólameistari fór yfir skólastarf 2007-2008.  Þar kom meðal annars fram að leiklistarklúbbur fékk 400.00,- kr. styrk til uppfærslu á nýju leikriti ?Algjör draumur?.

Í upphafi haustannar voru skáðir 667 nemendur í skólann og útskrifuðust 35 frá skólanum í desember.  Brottfall á önn var 1,5% sem er minna en árið áður, 8,2%.  Á vorönn eru skráðir 646 nemendur, en voru 585 síðastliðið vor.  Í vor mun útskrifast stór hópur.

 

2.       Rekstrarniðurstaða 2007.

Skólameistari fór yfir bráðabirgðaniðurstöðu reksturs 2007 og gerði grein fyrir rekstrarhallanum. 

Niðurstaða reglulegs reksturs er 6,7 mkr. halli, þar er framlag á fjáraukalögum ekki meðtalið.

Á fjáraukalögum er 15 mkr. framlag sem ætlað er til að greiða kostnað við starfsbraut og uppsafnaðan halla.

 

3.       Framtíðarhorfur.

Skólameistari gerði grein fyrir því að nauðsyn er orðin á því að endurskoða skipulag á kennslu á brautum sem reknar eru með halla miðað við forsendur fjárlaga.

 

4.       Frumvarp til nýrra laga um framhaldsskóla.

Skólameistari gerði grein fyrir ýmsum atriðum í þessu frumvarpi.  Ákveðið frjálsræði verður í skipulagi náms hjá hverjum skóla og margs konar fleiri ákveðnar breytingar frá því sem nú er.

 

5.        Þekkingar.

Aðstoðarskólameistari gerði grein fyrir vaxtarsamningi Vesturlands og hvernig hann getur nýst skólanum.   Í samningnum er tillaga um þekkingarsetur í málmtæknigreinum á svæðum sem gæti tengst skólanum.

                                                       Fundi slitið kl. 14:07.

 

                                                      Lárus Ársælsson fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00