Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
SKÓLANEFND FJÖLBRAUTASKÓLA VESTURLANDS Á AKRANESI.
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans 16. júní 2003 kl. 12:00.
Mætt:
Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Hörður Helgason, skólameistari,
Bergþóra Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Sigríður Finsen,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,
Þorkell Steindal, fulltrúi nemenda.
Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar, setti fundinn.
1. Skólastarf á vorönn 2003
Skólameistari fór yfir helstu atriði í starfi skóans, fyrir utan kennsluna, frá síðasta skólanefndarfundi sem haldinn var 4. mars:
a) Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra kom 5. mars 2003 til að undirrita samning um byggingu kennsluhúsnæðis. Gísli Gíslason bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaga með ýmsum fyrirvörum frá sveitarfélögum á norðanverðu Snæfellsnesi.
b) Stærðfræðikeppni grunnskóla var haldin á önninni.
c) Fjórir kennarar í FVA fengu styrk til að gera námsefni frá menntamálaráðuneyti.
d) Starfsmenn skólans fóru til Skotlands í lok maí til að skoða skóla þar, m.a. Elmwood Collage í Cupar á Skotlandi sem Fjölbrautaskólinn hefur samstarf við.
e) Fyrirtæki á Vesturlandi gáfu gjafir til skólans í tilefni 25 ára afmælis skólans.
f) 49 nemendur brautskráðust á þessari önn. Þá barst skólanum gjöf til minningar um Kristbjörgu Sigurðardóttur.
Skólameistari lagði fram tölur um lok vorannar 2003. Þar kemur m.a. fram að skólasókn sé lakari en undanfarin ár. Stjórnendur skólans hafa verulegar áhyggjur af þessu. Áherslubreytingar verða gerðar á næstu önn til að bregðast við þessu.
2. Upplýsingar um innritun á haustönn
Umsóknir eru nú fleiri en á síðasta ári. 425 eldri nemendur hafa skráð sig. 10. bekkingar eru 132 og 18 sóttu um í Stykkishólmi og 5 sem sækja um í Snæfellsbæ.
Sökum þess að aðeins 5 umsóknir eru um skólavist í Snæfellsbæ, samþykkti skólanefnd að hafa ekki útibú í Snæfellsbæ skólaárið 2003-2004.
Tekin verður upp aftur kennsla í vélvirkjun (3. ár í málmiðnadeild) og rafeindavirkjun þar sem mjög góð aðsókn er á þessar námsbrautir á næsta skólaári.
Þá er mjög góð aðsókn í grunndeild rafiðna en aðsókn í grunndeild tréiðna er ekki eins góð og í fyrra.
Umsóknir á heimasvist eru 115 en aðeins er hægt að taka inn 64.
3. Gjaldskrár fyrir skólaárið 2003-2004
Skólameistari leggur fram gjaldskrá fyrir skólaárið 2003-2004.
Skólanefnd samþykkir eftirfarandi hækkun á gjaldskrá mötuneytis.
Hádegismatur 5 daga í viku hækkar úr 44.700,- kr. í 46.700,- kr.
Hádegismatur 4 daga í viku hækkar úr 36.000,- kr. í 37.800,- kr.
Hádegismatur 3 daga í viku hækkar úr 27.300,- kr. í 28.700,- kr.
Kvöldverður 4 daga í viku hækkar úr 32.100,- kr. í 33.700,- kr.
Kvöldverður 3 daga í viku hækkar úr 24.600,- kr. í 25.800,- kr.
4. Samningur sveitarfélaganna um Fjölbrautaskólann
Lagt fram bréf frá Snæfellsbæ þar sem óskað er eftir að hafin verði vinna við endurnýjun á samningi sveitarfélaganna um skólann.
Skólanefnd bendir á að á fundi fulltrúaráðs FVA þann 18. nóvember 2002 var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að endurskoða samninginn.
Engin viðbrögð hafa borist við þessum tilmælum fyrr en nú. Skólanefnd hvetur sveitarfélögin til að hraða endurskoðun samningsins. Skólameistara falið að skrifa SSV bréf um málið.
5. Staðan í byggingarmálum
Sóley Sigþórsdóttir, Borgarbyggð, er tilnefnd í byggingarnefnd. Búið er að gera samning við umsjónarmann og hönnunarfyrirtæki. Stefnt er að því að útboðsgögn fyrir útveggjaeiningar verði tilbúin í ágúst. Önnur útboðsgögn síðar í haust. Framkvæmdir eiga að hefjast öðru hvoru megin við næstu áramót.
6. Önnur mál
a) Kennararáðningar
Tveir kennarar fara í námsorlof, Jón Árni Friðjónsson og Ingibjörg Halla Guðmundsdóttir. Ráðinn var Leó Jóhannesson sem sögukennari. Jóhanna Hálfdánsdóttir kemur úr námsleyfi og Katrín Jónsdóttir sem ráðin var í starf Jóhönnu, hættir.
b) Aðrar ráðiningar
Sjöfn Jónsdóttir hættir í þvottahúsi heimavistar og staðan hefur verið auglýst.
Fleira ekki gert.
Sigurgeir Sveinsson, fundarritari.