Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

1. fundur 25. janúar 2001 kl. 14:00 - 16:30
SKÓLANEFND FJÖLBRAUTASKÓLA VESTURLANDS Á AKRANESI

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn í fundarherbergi skólans 25. janúar 2001 kl. 14:00.
 
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Þórir Ólafsson skólameistari,
 Hörður Helgason aðstoðarskólameistari,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Guðrún Jónsdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Sigríður Finsen,
 Leifur Jónsson, fulltrúi nemenda,
 Ólafur Haraldsson fulltrúi kennara,
 Steinunn Eva Þórðardóttir, fulltrúi kennara.

1. Fjármál ? staða ? horfur.
Farið var yfir fjármálin.  Verkfallið 7/11 2000 til áramóta breytir stöðunni nokkuð.  Fram kom hjá skólameistara að vandi skólans liggur í því m.a. að rekstur hans passar ekki inn í reiknilíkan og því er talsverður halli á rekstri hans frá ári til árs.  Ákveðið var að fela skólameistara að gera menntamálaráðuneytinu skýra grein fyrir áhyggjum skólanefndar af þessari stöðu enn og aftur.
 
2. Ákvörðun skólagjalda.
Innritunargjald verði kr. 3.000.- (óbreytt)
Efnisgjald hækki úr  kr. 7.000.- í kr. 9.000.-
Hljómtækjaáfangi kosti kr. 10.000.- (óbreytt)
Gjald í skólabíl kr. 8.000.- (óbreytt)
Mötuneytisgjald óbreytt
Þvottagjald á heimavist + húsaleiga verði kr. 32.000.-
Nemendur hafa ákveðið að hækka nemendafélagsgjaldið í kr. 3.000.-
 
3. Kosning fulltrúa skólanefndar í bygginganefnd bókasafns.
 Ákveðið var að skipa tvo, þ.e. Þorgeir Jósefsson og Pétur Óðinsson.
 
4. Bréf frá skólanefnd Grunnskólans á Hólmavík.
 Bréf skólanefndar Grunnskólans á Hólmavík þar sem farið er fram á að skólanefnd kanni möguleika á rekstri framhaldsdeildar á Hólmavík.  Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skólameistara að kanna þetta.  Skólanefnd bendir hins vegar á að ekki verður hægt að ráðast í þetta verkefni nema aukafjárveiting komi til frá ráðuneytinu.  Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þessa fyrirspurn skólanefndar Grunnskólans á Hólmavík.
 
5. Kynning á fyrirhugaðri fartölvuvæðingu.
 Framlögð drög að kynningarbréfi skólameistara til nemenda um málið.  Bréfið var samþykkt og verður sent til  nemenda og foreldra.
 
6. Áhrif verkfalls.
 Skólameistari fór yfir áhrif verkfallsins á skólastarfið til vors.  Reiknað er með að vorönn ljúki 31. maí, hálfum mánuði síðar en venjulega.
 
7. Kjarasamningar kennara.
Aðstoðarskólameistari kynnti samninginn sem bæði kennarar  og stjórnendur skólans eru mjög sáttir við.  Fram kom að svokölluð kjarasamningamarkmið voru báðum samningsaðilum mjög mikilvæg.  Nokkur umræða varð um samninginn.
 
8. Önnur mál.
Nefndarlaun verða greidd í júní fyrir skólaárið 2000 - 2001 í einu lagi.
 
 Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:30.
 Guðrún Jónsdóttir fundarritari.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00