Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir skóla- og frístundaráð.
Lagt fram.
2.Kvennaverkfall 24. október 2025
2510129
Á sjötta tug samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa hafa boðað til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október 2025. Í Reykjavík fer fram söguganga kl. 13.30 sem lýkur með samstöðufundi á Arnarhóli.
Reikna má með röskun í starfsemi stofnana bæjarins, ekki hvað síst í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi.
Reikna má með röskun í starfsemi stofnana bæjarins, ekki hvað síst í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi.
Lagt fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð hvetur þann mikla fjölda kvenna og kvára sem starfa hjá Akraneskaupstað til að sýna samstöðu og taka þátt í skipulagðri dagskrá á föstudaginn.
Skóla- og frístundaráð hvetur þann mikla fjölda kvenna og kvára sem starfa hjá Akraneskaupstað til að sýna samstöðu og taka þátt í skipulagðri dagskrá á föstudaginn.
3.Hnefaleikafélag Akraness - málefni
2302070
Hnefaleikafélag Akraness óskar eftir því að fá heimild til að fá ónýtt rými í kjallaranum í íþróttahúsinu á Vesturgötu undir starfsemi sína. Mikil fjölgun er á iðkendum í félaginu.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson sitja fundinn undir dagskrárliðum 3-6.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson sitja fundinn undir dagskrárliðum 3-6.
Hnefaleikafélag Akraness er vaxandi íþróttafélag innan ÍA, biðlisti hefur myndast í barna- og ungmenna starfi þeirra. Ráðið samþykkir beiðni félagsins um afnot af rými í kjallaranum í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum félagsins.
4.Beiðni ÍA um samstarf til að bæta auglýsingarmöguleika í íþróttahúsum Akraneskaupstaðar
2510044
Íþróttabandalag Akraness óskar eftir samstarfi við Akraneskaupstað við fjármögnun kaupa á LED auglýsingaskiltum sem nýtast í keppnisleiki í íþróttagreinum sem fara fram innandyra. Skiltin munu bæta upplifun áhorfenda, auka sýnileika styrktaraðila, skapa ný tækifæri til tekjuöflunar fyrir aðildarfélög ÍA og um leið minnka sýnileika auglýsinga á milli viðburða í íþróttamannvirkjunum.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram. Gert er ráð fyrir að erindið komi aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.
5.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss
2506125
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum, að teknu tilliti til framkomninna athugasemda á fundinum, að vísa samningsdrögunum, til umsagnar skóla- og frístundaráðs en jafnframt tekið fram að gert sé ráð fyrir að GL skili umsögn um samningsdrögin sem vonandi gætu legið fyrir er skóla- og frístundaráð tekur málið fyrir nk. miðvikudag þann 22. október.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að koma ábendingum ráðsins til bæjarráðs.
6.Erindi frá Sundfélagi Akraness um aðkomu Akraneskaupstaðar að árlegu sundmóti félagsins
2509120
Umræðu framhaldið frá síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð leggur til að allir samningar við íþróttafélög vegna mótahalds verði teknir til umræðu og samræmdir samhliða endurskoðun/endurnýjun á þjónustusamningi milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Áætlað er að sú vinna hefjist strax í byrjun árs 2026.
7.Skipulag og nýting búningsklefa í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum
2510043
Sameiginlegt erindi frá forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja og framkvæmdarstjóra ÍA varðandi skipulag og nýtingu á búningsklefum í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Anna María Þráinsdóttir og Arnór Már Guðmundsson taka þátt í umræðunni og sitja fundinn undir dagskrárliðum 7-8.
Anna María Þráinsdóttir og Arnór Már Guðmundsson taka þátt í umræðunni og sitja fundinn undir dagskrárliðum 7-8.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóri að vinna málið áfram með verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.
8.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - verklok
2510128
Arnór Már Guðmundsson fer yfir síðustu handtök og áætluð verklok í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð fagnar þeim mikla og merka áfanga sem næst með opnun á nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Ráðgert er að starfsemi hefjist í húsinu föstudaginn 24. október næstkomandi. Þetta er stór og ánægjulegur áfangi fyrir bæjarfélagið í heild, sem mun styrkja aðstöðu til skóla- og íþróttastarfs og efla samfélagið enn frekar. Ráðið þakkar öllum sem komið hafa að verkefninu fyrir þeirra framlag.
Fundi slitið - kl. 18:00.





