Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2026
2508059
Umfjöllun um gjaldskrár fyrir árið 2026 með áherslu á Tónlistarskólann á Akranesi.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskólans situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskólans situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Lagt fram.
2.Erindi frá Sundfélagi Akraness um aðkomu Akraneskaupstaðar að árlegu sundmóti félagsins
2509120
Umræðu framhaldið frá síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir dagskrárliðum 2-4.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir dagskrárliðum 2-4.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við framkvæmdarstjóra ÍA að afla frekari gagna um uppgjör stærstu íþróttamóta sem haldin eru á vegum aðildarfélaga ÍA.
3.Kraftlyftingafélag ÍA - húsnæði og starfsemi
2508004
Á fundi skóla- og frístundaráðs 6. ágúst s.l. var forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja, í samstarfi við fulltrúa kraftlyftingafélagsins, falið að finna starfsemi félagsins hentugt rými í íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að starfsemi Kraftlyftingafélags Akraness flytjist aftur í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar, n.t.t. í íþróttahúsið á Vesturgötu. Ráðið felur sviðsstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi leigusamning vegna húsnæðis að Þjóðbraut 13A.
4.Skipulag og nýting búningsklefa í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum
2510043
Sameiginlegt erindi frá forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja og framkvæmdarstjóra ÍA varðandi skipulag og nýtingu á búningsklefum í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram. Ráðið óskar jafnframt eftir því að fá fulltrúa frá skipulags- og umhverfissviði inn á næsta fund ráðsins til að fara yfir málavexti.
5.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir skóla- og frístundaráð.
Lagt fram til kynningar.
6.Heillaspor - heildræn nálgun í skóla- og frístundastarfi
2510042
Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar hefur hafið innleiðingu á Heillasporum - verkefni á vegum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu.
Heillaspor er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Um er að ræða skólaþróunarverkefni þar sem fræði og starfshættir á vettvangi eru tengd saman í gegnum sex leiðandi vörður Heillaspora. https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/heillaspor
Heillaspor er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Um er að ræða skólaþróunarverkefni þar sem fræði og starfshættir á vettvangi eru tengd saman í gegnum sex leiðandi vörður Heillaspora. https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/heillaspor
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir 2025 - menningar- og safnanefnd
2501006
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:30.