Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2026
2508059
Gjaldskrár málaflokka skóla- og frístundaráðs - fyrsta yfirferð í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fylgir málinu eftir.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fylgir málinu eftir.
Lagt fram.
Kristjana víkur af fundi.
2.Barnvænt sveitarfélag - lokaskýrsla og viðurkenning
2505112
Greinargerð UNICEF vegna úttektar á barnvænu samfélagi á Akranesi lögð fram til kynningar.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri og Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins sitja fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri og Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins sitja fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja verkefninu sjálfbæran framgang innan stjórnsýslunnar og leggur til að sviðsstjórar finni málinu viðeigandi farveg.
Skóla- og frístundaráð felur skóla- og frístundasviði og ungmennaráði að koma með tillögur að nýju verklagi um aðkomu ungmennaráðs að ákvörðunum er snerta börn og ungmenni í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Skóla- og frístundaráð felur skóla- og frístundasviði og ungmennaráði að koma með tillögur að nýju verklagi um aðkomu ungmennaráðs að ákvörðunum er snerta börn og ungmenni í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
3.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn
2508005
Staðið hefur yfir vinna á skóla- og frístundasviði og velferðar- og mannréttindasviði við mótun reglna um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn.
Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Reglurnar eru felldar inn í reglur Akraneskaupstaðar um félagsmiðstöðvar.
4.Leikskólamál - Valkostagreining
2402297
Fyrir liggur að þörf fyrir leikskólapláss í bæjarfélaginu mun aukast á næstu árum í takt við stöðuga fjölgun íbúa. Útlit er fyrir að núverandi húsnæði leikskóla mun ekki fullnægja eftirspurn til framtíðar
Skóla- og frístundaráð tekur því til umræðu valkostagreiningu um framtíðarskipulag leikskólahúsnæðis.
Leikskólastjórnendurnir: Ingunn Sveinsdóttir, Vilborg Valgeirsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir og Guðrún Bragadóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð tekur því til umræðu valkostagreiningu um framtíðarskipulag leikskólahúsnæðis.
Leikskólastjórnendurnir: Ingunn Sveinsdóttir, Vilborg Valgeirsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir og Guðrún Bragadóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Valkostagreining sem unnin var í byrjun árs 2024 lögð fram. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
Ingunn, Íris, Vilborg og Guðrún víkja af fundi.
5.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit
2402214
Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri fóru yfir stöðu framkvæmda í stofnunum á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða yfirferð.
Arnór Már og Alfreð Þór víkja af fundi.
6.Reglur um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar
2201211
Hafin er endurskoðun á reglum um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð stefnir að því að ljúka endurskoðun reglnanna í lok janúar 2026.
Fundi slitið - kl. 11:00.