Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

237. fundur 03. apríl 2024 kl. 16:30 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskólamál - Valkostagreining

2402297

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir nýja tillögu að útliti og staðsetningu á lausum leikskóladeildum sem fyrirhugað er að fjölga við leikskólann Teigasel. Eftirfarandi fulltrúar leikskólans sitja fundinn undir þessum lið; Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri, Heiða B. Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Hjörvar Gunnarsson fulltrúi foreldra.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagðar tillögur verkefnastjóra skipulags- og umhverfissviðs og þakkar Önnu Maríu kynninguna.
Fulltrúar Teigasels víkja af fundi.

2.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Skipulags- og umhverfisráð vísar eftirfarandi bókun til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði sem Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fylgir eftir:



Skipulags- og umhverfisráð og fulltrúar frá SA, ÍA og KFÍA fóru sameiginlega yfir eftirfarandi atriði er varðar skipulagsvinnuna:

- 50m sundalaug samanborið við 25m sundlaug.

- Snúning á aðalknattspyrnuvelli.

- Fjölda knattspyrnuvalla.

- Umferð á svæðinu.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til að eftirfarandi atriði verði höfð til hliðsjónar í skipulagsvinnunni:



- Innisundlaug verði 50 m.

- Horft verði til snúnings á aðalknattspyrnuvelli.

- Fjöldi knattspyrnuvalla á svæðinu verði fjórir. (Aðalvöllur, Akraneshöll, tveir æfingavellir)

- Skoðaðar verði mögulegar útfærslur til að tryggja sem best umferðaröryggi og næg bílastæði á svæðinu.



Ofangreind atriði verði tekin fyrir í skóla- og frístundaráði og í framhaldinu verði þau tekin fyrir í bæjarstjórn til afgreiðslu.



Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla; Siguður Arnar Sigurðsson skólastjóri, Hrafnhildur Jónsdóttir fulltrúi kennara og Anna María Þórðardóttir fulltrúi foreldra sitja fundinn undir þessum lið ásamt Daníel S. Glad forstöðumanni íþróttamannvirkja og Arnbjörgu Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla.
Skóla- og frístundaráð þakkar skipulagsfulltrúa fyrir góða kynningu og áheyrnarfulltrúum fyrir mikilvægar umræður í tengslum við skipulagsvinnu á Jaðarsbakkasvæðinu. Sviðsstjóra er falið að koma þeim gögnum, sem til umfjöllunar voru á fundinum, til skólastjórnenda sem þeir rýna með þeim sem koma að sundkennslu og skipulagningu hennar. Ábendingum verður komið til skipulagsfulltrúa til frekari vinnslu.
Arnbjörg Stefánsdóttir víkur af fundi.

3.Jaðarsbakkar - lóðahönnun

2309261

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir útboðsgögn vegna lóðaframkvæmda við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum.

Áheyrnarfulltrúar Grundaskóla; Siguður Arnar Sigurðsson skólastjóri, Hrafnhildur Jónsdóttir fulltrúi kennara og Anna María Þórðardóttir fulltrúi foreldra sitja fundinn undir þessum lið ásamt Daníel S. Glad forstöðumanni íþróttamannvirkja.
Lagt fram. Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00