Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

229. fundur 06. desember 2023 kl. 08:00 - 10:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarna
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Barnaþing 2023

2311335

Barna- og ungmennaþingið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, ungmennaráðs, grunnskólanna, fjölbrautarskólans og Þorpsins og liður í innleiðingu barnvæns sveitarfélags.



7., 8. og 9. nóvember 2023 var haldið Barna- og ungmennaþing á Akranesi.



Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.



Niðurstöður þingsins verða notaðar við gerð aðgerðaráætlunar barnvæns sveitarfélags, ásamt niðurstöðum stöðumats sem lauk haustið 2023. Verkefnið er að taka saman þær aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2022-2024.



Meðfylgjandi er ályktun frá fulltrúum á barna- og ungmennaþingi 2023 sem lagt var fyrir stýrihóp um barnvænt sveitarfélag og vísað til fagráða og nefnda Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar öllum þeim er tóku þátt í barna- og ungmennaþingi 2023. Sérstaka athygli vakti góður undirbúningum, framkæmd þingsins og framlag þátttakenda sem skilar sér í ómetanlegri afurð fyrir samfélagið. Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi þess að skapaður verði samskiptavettvangur þar sem börn og ungmenni geta með reglubundnum hætti komið sjónarmiðum sínum á framfæri og að leitað verði til þeirra um málefni er varða börn og hagsmuni þeirra.

2.Foreldrafélög grunnskólanna - reglubundið samráð við skóla- og frístundaráð

2312018

Fulltrúar foreldrafélaga grunnskólanna, Anna María Þórðardóttir, G.Erna Valentínusardóttir, Ragnheiður Rún Gísladóttir og Kristín Kötterhenrich sitja fundinn undir þessum lið auk Heiðrúnar Janusardóttur verkefnastjóra forvarna- og frístundamála.
Reglubundið samtal fulltrúa foreldrafélaga grunnskólanna og skóla- og frístundaráðs fer fram í maí og desember ár hvert. Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða umræðu og sviðsstjóra er falið að vinna áfram með ábendingar foreldrafélaganna um m.a. mötuneytismál, umferðaröryggi við grunnskólana og forvarnarmál.
Heiðrún, Anna María, G.Erna, Ragnheiður Rún og Kristín víkja af fundi.

3.Húsnæðisáætlun 2024

2305204

Húsnæðisáætlun 2024 til kynningar. Verður lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn þann 12. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Lokaskýrsla starfshóps um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Starf - Leikskólastjóri - Garðasel

2311405

Ingunn Ríkarðsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli hefur tekið ákvörðun um að hætta störfum sökum aldurs um áramótin. Starf leikskólastjóra var því auglýst laust til umsóknar nú í nóvember og hefur Ingunn Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri Garðasels verið ráðin í starf leikskólastjóra frá og með 1. janúar 2024.

Skóla- og frístundaráð þakkar Ingunni Ríkharðsdóttur fyrir farsælt samstarf og vel unnin störf í þágu barna á Akranesi. Ráðið óskar jafnframt Ingunni Sveinsdóttur velfarnaðar í starfi.

6.Mat á gæðum skólastarfs

2312017

Umræða um hugmyndir leikskólastjóra um mat á gæðum leikskólastarfs.

Vilborg Valgeirsdóttir og Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúar leiksólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við leikskólastjórana.

7.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Uppfærð skýrsla um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi lögð fram til til kynningar. Vilborg Valgeirsdóttir og Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúar leiksólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Í ljósi fjölgunar barna á Akranesi sem innritast utan hefðbundins innritunartíma og náð hafa innritunaraldri í leikskóla (fædd fyrir 30. júní 2022) eru leikskólar kaupstaðarins nánast fullsetnir. Útlit er fyrir að fjöldi barna sem innritast næsta haust verði á pari við þann fjölda sem útskrifast úr leikskólunum 2024 miðað við 14 mánaða innritunaraldur. Ef fram fer sem horfir og íbúafjöldi vex með sama hraða og undanfarna mánuði mun það hafa áhrif á innritunaraldur barna árið 2024, nema til aðgerða verði gripið til að fjölga leikskólaplássum í bæjarfélaginu. Skóla- og frístundaráð leggur ríka áherslu á að hafin verði undirbúningur á endurbótum og stækkun á húsnæði Vallarsels með það að markmiði að fjölga leikskólaplássum ásamt því að hugað verði að nýju leikskólahúsnæði á neðri Skaga.
Vilborg og Guðný Birna víkja af fundi.

8.Teigasel - skýrsla Verkís nóvember 2023

2312019

Úttekt verkfræðistofunnar Verkís á húsnæði leikskólans Teigasels frá því í nóvember 2023.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að niðurstöður úttektar Verkís á húsnæði Teigasels hafi leitt í ljós að ekki er þörf á umfangsmiklum úrbótum á húsnæðinu til að bæta loftgæði í húsinu.

Samantekt niðurstaðna er sem hér segir:

1. Engar rakaskemmdir sáust á byggingarefnum í skoðuninni.
2. Sýnataka sýndi engar óeðlilegar niðurstöður.
3. Mjög mikið rykálag var í byggingunni og er bil á milli heraklithplatna hugsanlega hluta-orsakavaldur.
4. Há CO2 gildi mældust og nauðsynlegt að lækka þau með aukinni loftun og loftræsingu.

Fyrirhugaðar útbætur munu ekki koma til með að raska leikskólastarfseminni en þær eru eftirfarandi: Loftaplötur og yfirborðsfletir verða þrifnir í desember til að draga úr rykálagi, auk þess sem silicone verður sett í samskeyti loftaplatna. Jafnframt er unnið að frekari lausnum varðandi loftræsingu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00