Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

226. fundur 08. nóvember 2023 kl. 08:00 - 10:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarna
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Opnunartími íþróttamannvirkja

2305003

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja kynnir tillögur á breytingum á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum fyrir árið 2024.
Á barnaþingi 2022 kom fram skýr vilji barna- og ungmenna á Akranesi til að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Jaðarsbökkum á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Fulltrúi ungmennaráðs talaði fyrir málinu á bæjarstjórnarfundi unga fólksins 15. nóvember 2022. Í kjölfarið var málið tekið upp í skóla- og frístundaráði sem fól forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja að móta tillögur að breyttum á opnunartíma í takt við ábendingar ungmennaráðs og í samræmi við nýtingartölur sundlaugarinnar.

Skóla- og frístundaráð samþykkir eftirfarandi breytingar á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum: Virkir dagar 6:30-22:00 (í stað 6:00-21:00) og um helgar 9:00-19:00 (í stað 9:00-18:00). Nýr opnunartími tekur gildi 1.mars 2024.

Breytingarnar rúmast innan fjárhagsramma íþróttamannvirkjanna og kemur því ekki til kostnaðarauka vegna þessa. Ákvörðun um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum verður endurskoðuð fyrir 1. desember 2024.

2.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Tillaga að gjaldskrá fyrir Tónberg lögð fram.
Skóla- og frístundaráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.

3.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins - tillaga ungmennaráðs að breyttu verklagi

2311060

Erini frá ungmennaráði um tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi bæjarstjórnarfund unga fólksins. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarnar- og frístundamála situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir beiðni ungmennaráðs um að fresta bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fyrirhugaður var 21. nóvember n.k. til seinni hluta janúar mánaðar 2024. Starfsreglur ungmennaráðs eru í endurskoðun í samræmi við áherslur barnvæns sveitarfélags og verða tillögur að breyttum reglum kynntar skóla- og frístundaráði á vormánuðum 2024.

4.Íslenska æskulýðsrannsóknin - niðurstöður vorönn 2023

2311062

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarnar- og frístundamála fer yfir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, vorið 2023.



Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir góða kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og Arnbjörgu og Sigurði fyrir gott samtal. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að vinna með niðurstöðurnar á skipulagðan hátt hjá sveitarfélaginu og innan grunnskólanna í miklu samstarfi við foreldra.

5.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Kynning á fjölda barna í leikskólum Akraneskaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00