Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

225. fundur 18. október 2023 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Heimild til tilfærslu skipulagsdaga á vorönn vegna námsferðar

2310170

Ingunn Ríkharðsdóttir skólastjóri Garðasels óskar eftir tilfærslu á skipulagsdögunum 2.janúar og 2.apríl 2024 vegna námsferðar til Berlínar sem starfsfólk leikskólans stefnir á dagana 26. til 29. apríl 2024.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tilfærslu á skipulagsdögunum í samræmi við beiðni skólastjóra.

2.Brekkubæjarskóli, Íþróttahúsið Vesturgötu - húsnæðismál, umferðaröryggi og framkvæmdir

2310022

Umfjöllun um erindi sem skóla- og frístundaráði hafa borist í tengslum við lokun hluta íþróttahússins á Vesturgötu.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að svara erindum.

3.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 og gjaldskrár sem heyra undir skóla- og frístundasvið.



Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla og Vilborg Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístunadráð ræddi fyrirhugaðar gjaldskráhækkanir í tengslum við fjárhagsáætlun 2024. Ráðið þakkar fyrir góðar umræður á fundinum og felur sviðstjóra í samráði við fjármálastjóra að koma niðurstöðum ráðsins áfram til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Kristjana, Arnbjörg, Sigurður og Vilborg víkja af fundi.

4.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Framhaldsumræða um drög að viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA, Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel og Guðmundu fyrir þeirra framlag við gerð viðaukans og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

5.Erindi til skóla- og frístundaráðs frá ÍA fh. Golfklúbbsins Leynis

2310169

Óskað er eftir formlegum viðræðum við skóla- og frístundaráð um atriði sem varða starfsemi og rekstur Golfklúbbsins Leynis.



Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA, Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð er reiðubúið til frekara samtals við Golfklúbbinn Leyni um aðkomu að bráðabirgða æfingaaðstöðu fyrir barna- og ungmennastarf á meðan endurbætur standa yfir í kjallara Garðavalla.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00