Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

221. fundur 16. ágúst 2023 kl. 08:00 - 10:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Írskir dagar 2023

2305108

Niðurstaða samráðsfundar vegna Írskra daga kynnt fyrir skóla- og frístundaráði.



Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Veru og Heiðrúnu fyrir gott og gagnlegt samtal um fyrirkomulag Írskra daga. Ráðið leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur skipaður fulltrúum úr skóla- og frístundaráði, velferðar- og mannréttindaráði, skipulags- og umhverfisráði og menningar- og safnanefnd ásamt embættismönnum og öðrum hagaðilum ti að móta ramma og framtíðarsýn um fjölskylduhátíðina Írska daga.
Vera og Heiðrún víkja af fundi.

2.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Framhald á umræðu síðasta fundar um áskoranir leikskólanna í tengslum við styttingu vinnuvikunnar/betri vinnutíma.



Verkefni betri vinnutími eða stytting vinnuvikunnar í leikskólum hófst árið 2020 og var markmið þess að full stytting, sem nemur fjórum klukkustundum á viku, væri komin á í mars 2023 án þess að komi til skerðingar þjónustu eða viðbótar starfsfólk. Það hefur reynt verulega á starfsemi leikskóla á Akranesi og annarra sveitarfélaga og nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta þessum kjarasamningsbundna rétti starfsfólks án þess að það komi niður á gæðum leikskólastarfsins. Skóla- og frístundaráð tekur undir ábendingar leikskólastjórnenda að bregðast þurfi skjótt við vegna innra skipulags leikskólanna og af tillitssemi við foreldra.

Ráðið leggur til að farið verði í tilraunarverkefni skólaárið 2023-2024 þar sem teknir verða upp skráningardagar. Þá skrá foreldrar börn sín sérstaklega ef þeir hyggjast nýta sér þjónustu leikskólans á skilgreindum skráningardögum. Leikskólarnir verða opnir öllum þeim sem þurfa á þjónustu að halda en starfsemin sniðin að fjölda barna. Með því er hægt að skipuleggja leikskólastarfið fyrirfram og gera starfsfólki kleift að nýta þá daga til að taka út uppsafnaða styttingu vinnuvikunnar. Skráningardagarnir verða 11 á starfsárinu, vetrarfrí grunnskólanna í október (2 dagar), í kringum jól og áramót (4 dagar), vetrarfrí grunnskólanna í febrúar (2 dagar) og í Dymbilviku (3 dagar). Þeir foreldrar sem ekki nýta þjónustu leikskólans alla 11 skráningardagana fá desember mánuð gjaldfrjálsan. Þau sem nýta þjónustuna að einhverju leyti þessa skilgreindu skráningardaga fá einungis felld niður leikskólagjöld sem nemur þeim dögum í mánuði sem fjarvera er. Skráningar eru bindandi og þurfa að berast leikskólastjóra eigi síðar en 30. september ef foreldrar hyggjast nýta gjaldfrelsi í desember 2023.

Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Starfsemi íþróttamannvirkja 2023-2024

2308073

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja fer yfir komandi vetur í starfsemi íþróttamannvirkjanna.
Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel fyrir góða yfirferð yfir stöðu og starfsemi íþróttamannvirkjanna.
Daníel víkur af fundi.

4.Fundargerðir 2023 - menningar- og safnanefnd

2301006

122. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12. júní 2023.

123. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00