Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

218. fundur 04. júlí 2023 kl. 10:30 - 13:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Heildarstefna ásamt innleiðingaráætlun lögð fram til kynningar.



Stýrihópur skipaður kjörnum fulltrúum ásamt starfsfólki Akraneskaupstaðar hefur staðið að vinnunni með aðstoð KPMG. Hópurinn tók til starfa í desember 2022 og skilaði af sér í maí 2023.



Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri stitur fundinn undir þessum lið.
Valdís fór yfir greinargerð um stefnumótun Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð þakkar góða vinnu og greinargóða kynningu.
Valdís víkur af fundi.

2.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Yfirlit fjárhagsstöðu fyrstu fjóra mánuði ársins.



Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og launa situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frísundaráð þakkar Kristjönu fyrir góða yfirferð.
Kristjana víkur af fundi.

3.Erindi frá Sundfélagi Akraness

2212064

Erindi frá Sundfélagi Akraness varðandi æfingartíma í Jaðarsbakkalaug á haustönn 2023. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð felur forstöðumanni íþróttamannvirkja í samstarfi við framkvæmdarstjóra Sundfélags Akraness að finna farsæla lausn á nýtingu sundlaugarinnar á Jaðarsbökkum sem hentar bæði iðkendum félagsins og öðrum notendum sundlaugarinnar.

Daníel víkur af fundi.

4.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. að stofna starfshóp til að meta stöðuna og vinna tillögur að mögulegum lausnum í húsnæðismálum leikskóla á Akranesi. Hópnum var falið að gera þarfagreiningu á stöðunni í dag og leggja fram áfangaskiptar tillögu að lausnum til lengri og skemmri tíma.



Starfshópurinn hefur lokið vinnu sinni og skilað inn minnisblaði með tillögum o.fl.

Lagt fram til kynningar. Skóla- og frístundaráð tekur undir bókun bæjarráðs um að starfshópurinn haldi áfram vinnu sinni eftir sumarleyfi.

5.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Minnisblað eftir skoðun á kennslueldhúsi lagt fyrir. Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði fylgir málinu eftir.
Lagt fram til kynningar. Skóla- og frístundaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs um að kennslueldhús verði hluti af 1. áfanga framkvæmdar vegna endurbóta á 1. hæð Brekkubæjarskóla.
Ásbjörn víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00