Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

196. fundur 31. ágúst 2022 kl. 08:00 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Ingunn Þóra Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Kristín Kötterheinrich varaáheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Heiðrún Janusardóttir tekur sæti á fundinum.

1.Innanbæjarstrætó

2110009

Fyrirhugað er að hefja akstur frístundastrætós á Akranesi á komandi starfsári.
Skóla- og frístundaráð leggur til að skoðað verði með íþróttahreyfingunni og skólastjórnendum hvernig hægt verði að hafa aðstoð í frístundastrætó á álagstímum.
Heiðrún yfirgefur fundinn
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna taka sæti á fundinum:

Sigurður Arnar Sigurðsson og Arnbjörg Stefánsdóttir fulltrúar skólastjórnenda.

Guðrún Hjörleifsdóttir og Hildur Jónsdóttir fulltrúar kennara

Kristín Kötterheinrich og Ingunn Þ. Jóhannesdóttir fulltrúi foreldra.

2.Grundaskóli - stöðugildi 2022 - 2023

2208169

Erindi frá skólastjórn og skólaráði Grundaskóla.
Skóla- og frístundaráð vísar erindi skólastjóra og skólaráðs til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Ráðið leggir til að farið verði í frekari vinnu við að skýra úthlutunarlíkan grunnskólanna.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna yfirgefa fundinn.
Fulltrúar frá ÍA og KFÍA Þau Hrönn Ríkharðsdóttir og Eggert Hjelm Herbertsson taka sæti á fundinum.

3.Jaðarsbakkar - skipulag íþróttasvæðis

2208121

Minnisblað frá stjórnum íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA.
Á 3506. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til skóla- og frístundaráðs.
Hrönn og Eggert yfirgefa fundinn.
Fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs Alfreð Alfreðsson og Ásbjörn Egilsson taka sæti á fundinum.

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna taka sæti á fundinum

Vilborg Valgeirsdóttir fulltrúi leikskólstjóra

Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra

Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara

Stjórnendur leikskólans Garðasels, Ingunn Sveinsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum.

4.Leikskólinn Asparskógum 25 - innanhúsfrágangur

2112016

Kynning á stöðu framkvæmda á leikskólanum við Asparskóga 25.
Fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs kynna stöðuna í byggingu leikskólans. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að rými fyrir elstu börnin verði tilbúið eftir aðra viku í október. Gert er ráð fyrir að allur leikskólinn að utan norður hluta efri hæðarinnar verði tilbúin til notkunar janúar 2023.
Beðið er eftir uppfærðri verkáætlun vegna framkvæmda við lóðina, gert er ráð fyrir að suður hluti lóðarinnar verði tilbúinn í lok september og restin af lóðinni fyrir áramót.
Fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs yfirgefa fundinn, jafnframt áheyrnarfulltrúar leikskólanna og stjórnendur Garðasels.

5.Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2022

2208168

Erindi frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) vegna fyrirhugaðs landsmóts á Akranesi helgina 14.-16. október 2022.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að skoða með fulltrúum ÆSKÞ í samráði við skólastjórnendur hvort og hvernig er hægt að verða við erindinu. Ef af mótinu verður samþykkir ráðið að verða við beiðni ÆSKÞ varðandi frían aðgang að sundlauginni á Jaðarsbökkum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00