Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

172. fundur 21. september 2021 kl. 08:00 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.ÍA-samstarf ÍA og Akraneskaupstaðar

2109145

Fulltrúar ÍA, Guðmunda Ólafsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir mæta á fundinn og kynna upphaf vetrarstarfs, verklagsreglur og aðgerðaáætlanir vegna óviðeigandi hegðunar og framkomu innan hreyfingarinnar.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum stjórnar ÍA fyrir komuna á fundinn og góða kynningu og óskar félaginu velfarnaðar á komandi vetri.

2.Tónlistarskóli - starfsemi

2109146

Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Akraness kynnir ársskýrslu skólans, gæða- og þjónustukönnun og vetrarstarfið framundan.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu Ernu skólastjóra fyrir góða kynningu á starfi tónlistarskólans.

3.Teigasel-húsnæðismál

2109149

Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna viðhalds.

4.Forvarnarteymi-þingsályktun nr.37/150

2109148

Kynning á fyrirhugaðum aðgerðum vegna þingsályktunar, nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021 - 2051.
Í þingsályktunartillögunni er lögð áhersla á að forvarnir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, sem og í starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Stefnt er því að forvarnarteymin hafi komið til framkvæmda innan hvers skóla fyrir árslok 2021.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00