Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

156. fundur 16. mars 2021 kl. 16:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Borghildur Birgisdóttir varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Innritun í leikskóla 2021

2101286

Innritun í leikskóla fyrir haustið 2021 hefur farið fram.
Fundurinn fer fram í bæjarþingsal sem og í gegnum fjarfundarbúnað.

Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju sinni með að innritun í leikskóla hafi farið fram og hægt hafi verið að mæta fyrsta vali foreldra í flestum tilfellum.

2.Skipulagsdagur í Vallarseli og Teigaseli 2021- ósk um breytingu

2103090

Beiðni um að breyta skipulagsdegi að vori í leikskólum.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur leikskólastjóra Vallarsels og Teigasels um töku starfsdags á vorönn.

3.Leikskóli Skógarhverfi - hönnun, jarðvinna og ýmsir samningar

2008156

Kynning á stöðu hönnunar og vinnu við byggingu nýs leikskóla.
Áheyrnarfulltrúar sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð Alfreðssyni fyrir upplýsingar um stöðu hönnunar og framkvæmda við nýjan leikskóla í Skógarhverfi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að áætlaður tímarammi standist.

4.Endurhönnun leik- og grunnskólalóða

2006227

Kynning á stöðu á vinnu og hönnun á leik- og grunnskólalóðum Akraneskaupstaðar.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Borghildur Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla og Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra nemenda í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið. Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekts fyrir yfirferð á stöðu hönnunar skólalóða leik- og grunnskóla á Akranesi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst og áætlaður tímarammi standist.

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.

5.Loftgæði í Grundaskóli

2103009

Kynning á stöðu á vinnu við endurbætur á loftgæðum í Grundaskóla.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari Sigurðssyni fyrir yfirferðina.
Ráðið þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir fumlaus vinnubrögð og nemendum og foreldrum fyrir skilning og samvinnu í þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir.

6.Samræmd könnunarpróf vor 2021

2103109

Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Ráðið þakkar skólastjórum grunnskólanna fyrir upplýsingar um framkvæmdina í grunnskólunum á Akranesi.

Skóla- og frístundaráð harmar þá stöðu sem kom upp við framkvæmd samræmdra könnunarprófa í síðustu viku.

7.Skóladagatal skólaárið 2021-2022

2102102

Endanleg útgáfa af skóladagatali lögð fram.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir breytt skóladagatal fyrir grunnskólana á Akranesi skólaárið 2021 -2022.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

8.Sumaropnun í íþróttahúsinu v. Vesturgötu 2021

2103110

Tillaga að sumaropnun í íþróttahúsinu v. Vesturgötu á komandi sumri.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að fá tillöguna aftur inn á fund þegar kostnaðarmat og nýting liggur fyrir.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS og VJ).

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00