Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

149. fundur 07. desember 2020 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Starfshópur "hönnun áfanga 1 á Jaðarsbökkum" ásamt hönnuðum frá Ask arkitektum fer yfir fyrirliggjandi forteikningar sem liggja fyrir varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum fyrsti áfangi.
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

Sameiginlegur dagskrárliður Skipulags- og umhverfisráðs og Skóla- og frístundaráðs, bæjarfulltrúum var boðið að setja þennan dagskrárlið sem áheyrnafulltrúar.

Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður skipulags- og umhverfisráðs, Ólafur Adolfsson varaformaður skipulags- og umhverfissráðs, Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði, Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA og Þórður Guðjónsson formaður starfshóps sitja fundinn.

Áheyrnarfulltrúar úr Bæjarstjórn Akraness: Rakel Óskardóttir, Einar Brandsson, Elsa Lára Arnardóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson.

Gunnar Borgarsson, Helgi Már Halldórsson, Auður Ástráðsdóttir arkitektar hjá ASK fara yfir tillögur af hönnun á áfanga 1 á Jaðarsbökkum.

Áheyrnarfulltrúar og arkitektar víkja af fundi.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og leggur til við bæjarráð að á grunni fyrirliggjandi forteikninga verði vinnu við arkitektahönnun haldið áfram og boðin út verkfræðihönnun.

Fundi slitið - kl. 09:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00