Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

106. fundur 21. maí 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samþætt verklag skólaþjónustu og velferðarþjónustu

1905273

Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs og velferðar-og mannréttindaráðs þar sem fjallað er um hugmyndina um samþætt verklag skólaþjónustu og velferðarþjónustu
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla,Heiðrún Janusardóttir fulltrúi Þorpsins, Stefanía Marta Katarínusardóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla, Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla, Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Kynnt er þróunarverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Austurlandslíkanið.
Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð leggja til að stofnaður verði þróunarhópur þvert á svið þessara ráða til þess að undirbúa ferli nýs verklags við skóla- og velferðarþjónustu Akranesi.
Ráðin leggja jafnframt til við bæjarráð að heimild fáist til að ráða í starf verkefnastjóra tímabundið til tveggja ára, til þess að stýra innleiðingu á nýju verklagi frá og með 15. ágúst 2019. Kostnaður vegna ráðningar fyrir árið 2019 er u.þ.b. kr. 765.915 pr. mánuð eða samtals fyrir árið 2019 kr. 3.446.618. Kostnaði vegna næsta árs vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar

2.Íbúaþing um skólamál

1811110

Verklag við framkvæmd íbúaþings um menntamál haustið 2019.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð leggur til að stofnaður verði framkvæmdahópur sem kemur með tillögur um útfærslu skólaþingsins sem byggir á hugmyndinni um að íbúaþingið verði byggt upp á þremur þáttum. Kynningu fyrir alla þátttakendur, málstofum og í lokin sameiginlegur fundur með þjóðfundarformi.
Tillaga í framkvæmdahóp
Verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs
Fulltrúi grunnskólanna
Fulltrúi leikskólanna
Fulltrúi Þorpsins
Fulltrúi tónlistarskólans
Fulltrúi íþróttabandalagsins
Fulltrúi FVA

Ósk um fjármagn til framkvæmd íbúaþingsins að upphæð kr. 1 milljón vísað til bæjarráðs.

3.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir stöðu framkvæmda við fimleikahús á Vesturgötu.
Einnig fjallað um staðsetningu frístundar Brekkubæjarskóla.
Heiðrún víkur af fundi og Agústa Rósa Andrésdóttir fulltrúi íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar kemur inn.

Skóla- og frístundaráð þakkar Karli Jóhanni Haagensen fyrir góða kynningu.
Ráðið leggur til að skipulags- og umhverfissvið útfæri og kostnaðarmeti að framtíðarhúsnæði frístundar Brekkubæjarskóla verði á „Þekjunni“ hæð fyrir ofan fimleikahús og íþróttahreyfingin fái húsnæðið sem er nú nýtt fyrir frístund.
Jafnframt leggur ráðið áherslu á að „Þekjan“ verði fjölnota svæði.
Erindinu vísað til skipulags- og umhverfissvið til útfærslu og kostnaðarmats.

Ágústa Rósa víkur af fundi.

4.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2019 - úthlutun

1905212

Úthlutað hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir starfsárið 2019 - 2020.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað kr. 1.200.000 til endurmenntunar fyrir kennara og skólastjórnendur grunnskólanna á Akranesi fyrir næsta skólaár.
- Áherslur sem lagðar voru fram í umsókninni voru eftirfarandi:
- Velferð nemenda
- Skóli margbreytileikans ? Aðlögun náms og námsaðstæðna á miðstigi grunnskólanna
- Skóli margbreytileikans ? Samstarf við velferðarþjónustu
- Árangursríkt og heilbrigt starfsumhverfi.
- Íslenskukennsla í öllum námsgreinum.

Sigurður Arnar, Arnbjörg, Hjördís Dögg, Stefanía Marta og Erla Ösp víkja af fundi.

5.Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi

1808057

Lögð fram lokadrög að skýrslu starfshóps og opnað fyrir athugasemdir.
Tillaga starfshóps.
Lokadrög af skýrslu lögð fram og umræða um hana. Skýrslan verður opin til athugasemda til mánudagsins 27. maí 2019.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00