Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

92. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:15 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Guðlaug - heit laug

1612106

Óskað er umsagna skóla- og frístundaráðs vegna forsenda við rekstur Guðlaugar á árinu 2019.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Agústa Rósa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á uppbyggingu og rekstraráætlun Guðlaugar - heitri laug. Ráðið fagnar jafnframt þeim áfanga að á næstunni verði Guðlaug opnuð fyrir almenning.

Skóla- og frístundaráð er sammála þeirri ákvörðun að rekstur Guðlaugar falli undir ábyrgðarsvið forstöðumanns íþróttamannvirkja og væntir þess að reksturinn falli vel að annarri starfsemi á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Mikilvægt er að fyrsta árið í starfseminni verði nýtt til þess að safna upplýsingum til að móta framtíðar rekstrarform á lauginni. Einnig leggur ráðið áherslu á að virkt samstarf verði milli skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs við þróun svæðisins og við stefnumótunaraðila ferðaþjónustunnar hjá Akraneskaupstað.

2.Leikvellir Akraneskaupstaðar

1811019

Umhverfisstjóri Sindri Birgisson segir frá stöðu leikvalla á Akranesi
Sindri Birgisson umhverfisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og óskar eftir því að umhverfisstjóri komi inn á fund ráðsins í vor og kynni viðhaldsáætlun fyrir leikvelli og stofnanalóðir.

Skóla- og frístundaráð leggur til við skipulags- og umhverfissvið að ráðið komi að mótun framtíðarstefnu um uppbyggingu á leikvöllum á Akranesi.

3.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs - úthlutun haust 2018

1811003

Auglýst var eftir umsóknum um styrki í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs og var umsóknarfrestur til 31. október 2018. Til ráðstöfunar eru kr. 835.000. Alls bárust þrjár umsóknir.
Skóla- og frístundaráð leggur til að það fjármagn sem er til ráðstöfunar skiptist þannig að Þorpið fái kr. 500.000 til verkefnisins "Að auka þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna" og Grundaskóli fái kr. 330.000 fyrir verkefnið "Hugarró og vellíðan nemenda".

Ráðið telur að verkefnið Ungir gamlir falli ekki undir þróunarsjóðsverkefni, þar sem það hefur þegar sannað gildi sitt. Ráðið bendir á að umsóknir í styrkjasjóð menningar- og íþróttamála er opinn og gæti verkefnið átt heima þar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00