Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

44. fundur 23. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Dagskrá

1.Ungmennaráð 2016 framtíðarsýn

1608132

Síðast liði vor fór Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála í náms- og kynnisferð til Svíþjóðar á vegum Evrópa unga fólksins.
Á fundinn mættu Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Jón Hjörvar Valgarðsson áheyrnarfulltrúi ungmenna.

Lúðvík fór yfir ýmsar hugmyndir og útfærslur á möguleikum í starfi með börnum og ungmennum á Akranesi í tengslum við eflingu ungmennalýðræðis og innleiðingu barnasáttmálans. Skóla- og frístundaráð þakkar honum fyrir góða og áhugaverða kynningu.

Heiðrún, Lúðvík og Jón Hjörvar viku af fundi kl. 17:04.

2.Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs ráðning

1607030

Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs rann út 15. ágúst sl.
Regína Ásvaldsóttir bæjarstjóri mætti á fundinn kl. 17:05. Regína fór yfir ráðningarferlið við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs en umsóknarfrestur var til 15. ágúst sl.
Alls sóttu 15 um starfið og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

3.Starfsáætlanir grunnskóla 2016-2017

1608129

Drög að starfsáætlunum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla liggja fyrir. Starfsáætlanir eru með hefðbundnu sniði en fjallað er um alla þá þætti sem kveðið er á um í aðalnámskrá að þar skuli koma fram.
Heiðrún mætti aftur til fundar kl. 17:18. Einnig mættu til fundar Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda, Elís Þór Sigurðsson og Hallbera Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna, Alexander Eck og Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra kl. 17:18.

Sigurður Arnar og Arnbjörg fór yfir drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017. Ein af breytingum frá fyrra skólaári í Brekkubæjarskóla er að tilraun verður gerð með breytta tímasetningu á skólabyrjun hvern dag í Brekkubæjarskóla haustið 2016. Skóladagur mun hefjast kl. 8:10 í stað 8:00.

Megin ástæðan fyrir þessari tilraun er að breyting varð á vinnutíma kennara með nýjum kjarasamning á síðasta skólaári. Ein af þessum breytingum var að gæsla í næðisstundum féll út og við það styttist hádegishlé. Til að lengja ekki skóladaginn fram á daginn og auka þannig á kostnað foreldra þeirra barna sem eru í skóladagvist var ákveðið að gera tilraun að skóladaginn 10 mínútum seinna á morgnana kl. 8:10. Þessi breyting hentar einnig þeim börnum sem ferðast með innanbæjar strætó í skólann.
Skólinn opnar á sama tíma og áður og stuðningsfulltrúar og skólaliðar sem komnir eru til vinnu kl. 8:00 á göngum og í stofum til að sinna gæslu þessar 10 mínútur.

Skólastjóri bar þessa tillögu undir skólaráð Brekkubæjarskóla vorið 2016 sem samþykkti hana en þessi breytta tímasetning verður endurskoðuð með skólaráðinu og skóla- og frístundaráði á vorönn 2017.


4.Mötuneyti í grunnskólunum

1608131

Í byrjun árs tók skóla- og frístundaráð fyrir mál er varðaði mötuneyti í grunnskólum, þjónustu við nemendur á sérfæði. Skólastjórnendur í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fóru yfir hvernig komið væri til móts við nemendur með fæðuofnæmi í grunnskólunum. Það var ýmist eldað í mötuneytum skólanna eða í matreiðslustofu til að koma í veg fyrir að ofnæmisvaldurinn kæmist í snertingu við önnur matvæli. Þetta er vandasamt verkefni sem gekk vel þó ekki alltaf áfallalaust. Nú hefur beiðnum um sérfæði í grunnskólum fjölgað og treystir starfsmaður í Grundaskóla sér ekki lengur til að hafa umsjón með verkefninu.
Skólastjórnendur fóru yfir fyrirkomulag hvað varðar þjónustu í mötuneytum við nemendur með lífshættulegt fæðuofnæmi.
Arnbjörg, Sigurður Arnar, Hallbera, Elís Þór, Alexander og Erla Ösp viku af fundi kl. 18:19.

5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2016

1608133

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins er haldinn árlega. Borist hefur tillaga frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála um að bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2016 verði haldinn 29. nóvember 2016.
Skóla- og frístundaráð samþykkir þessa dagsetningu, 29. nóvember 2016 kl. 17:00.

6.Starfsáætlun Þorpsins 2016-2017

1608134

Unnið hefur verið að starfsáætlun fyrir Þorpið frístundamiðstöð 2016-2017 og liggja fyrstu drög fyrir.
Heiðrún fór yfir drög að starfsáætlun 2016-2017.
Meðal þess sem kom til umræðu er áhugi Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins á tilraunaverkefni til tveggja ára um að fá að sjá um framkvæmt á félagslegri liðveislu fyrir börn á aldrinum 10 -18 ára.

7.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi (2016).

1608135

Fjölskylduráð samþykkti í september 2013 tillögu starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál að auglýsa eftir aðilum til að sjá um rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn til næstu þriggja ára.
Samning um 6-10 var gerður milli Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur sumar,- og leikjanámskeiða fyrir 6 ? 10 börn til þriggja ára (sumrin 2014, 2015 og 2016).
Skóla- og frístundaráð óskar eftir tillögum frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála um framkvæmd á sumar- og leikjanámskeiðum fyrir 6-10 ára.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00