Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

22. fundur 30. október 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2015

1510184

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins er haldinn árlega. Borist hefur tillaga frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála um að bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2015 verði 17. nóvember kl. 16.
Skóla- og frístundaráð staðfestir þennan fundartíma. Ráðið hvetur ungt fólk í bænum til að mæta á fundinn og fylgjast með umræðum.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að ungmennaráð á Akranesi eigi áheyrnafulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá. Ungmennaráð setji sér reglur um val á fulltrúa.

2.Afreksíþróttasvið samstarfssamningur 2015

1509378

Undirbúningur var lagður að stofnun nýrrar námsbrautar við Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA), afreksíþróttasvið síðast liðið vor. Að undirbúningnum stóðu fulltrúar frá FVA og Jón Þór Jónsson íþróttafulltrúi ÍA ásamt því sem upplýsingar og stöðumat voru veittar til starfsmanna og pólitískra fulltrúa Akraneskaupstaðar. Opinn kynningafundur var haldinn fyrir foreldra, nemendur og aðra áhugasaman. Aðsókn í námsbrautina afreksíþróttasvið fór fram úr björtustu vonum en í dag eru 46 nemendur skráðir við nám á brautinni og boðið er upp á sex valgreinar innan sviðsins, fótbolta, badminton, sund, keilu, fimileika og körfubolta. Nú liggja fyrir drög að formlegum samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar vegna þessa verkefnis.
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar um afreksíþróttasvið við FVA fyrir skólaárið 2015-2016. Skóla- og frístundaráð samþykkir samninginn efnislega og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Námskeið fyrir dagforeldra haust 2015

1509313

Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar bjóða reglulega upp á réttindanámskeið fyrir dagforeldra og er það nú hafið á haust önn 2015. Á Akranesi eru tvennir dagforeldrar sem eru að sækja þetta námskeið með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sveitarfélög hafa styrkt dagforeldra til að sækja slík námskeið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að styrkja starfandi dagforeldra á Akranesi um kr. 25.000 fyrir hvern þátttakanda á námskeiðinu auk þess að standa straum að kostnaði vegna fjarfundaraðstöðu. Heildarkostnaður kr. 60.000 bókist á skóla- og frístundasvið.

4.Tónlistarskóli Akraness - 60 ára afmæli

1510146

Tónlistarskólinn á Akranesi á 60 ára starfsafmæli þann 4. nóvember 2015. Skólinn mun fagna afmælinu á afmælisdaginn með tónleikum. Einnig verða aðrir viðburðir settir upp á skólaárinu 2015-2016 í tilefni starfsafmælisins.
Skóla- og frístundaráð sendir Tónlistarskólanum á Akranesi hamingjuóskir í tilefni 60 ára starfsafmælisins.

5.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2016

1509004

Unnið er að starfsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2016.
Farið var yfir fyrstu drög.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00