Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

20. fundur 16. september 2015 kl. 15:30 - 17:33 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Stjórn skálanefnd skátaskálans í Skorradal óskaði eftir viðræðum við bæjarráð um endurnýjun á samningi Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal frá maí 2002. Erindinu var vísað til skóla- og frístundaráðs en fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa fundað með fulltrúum Skátafélagsins og leggja fram drög að samningi.
Helgi Hauksson og Sigurjón Örn Stefánsson fulltrúar Skátafélags Akraness í skálanefndar skátaskálans í Skorradal mættu á fundinn kl. 15:30.
Farið var yfir drög að endurnýjun á samning um rekstur og uppbyggingu Skátafélls í Skorradal. Afgreiðslu málsins frestað.
Helgi og Sigurjón Örn viku af fundi kl. 16:00.

2.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2015

1503281

Sumarskóli leikskólanna á Akranesi var starfandi í fjórða sinni í Vallarseli sumarið 2015. Síðustu þrjú sumur þar á undan var boðið upp á sumarskóla í þrjár vikur ef foreldrar 20 eða fleiri barna væru skráð í sumarskólann. Fyrsta sumarið var opið í tvær vikur, tvö sumur þar á eftir var opið í eina viku. Í ár ákvað skóla- og frístundaráð að bjóða upp á sumarskóla í tvær vikur óháð fjölda og þriðju vikuna ef foreldrar 15 eða fleiri barna óskuðu eftir því. Fjöldi barna í sumarskólanum náði ekki viðmiði í þriðju vikunni og því var hann opinn í tvær viku með 76 börnum í fyrri vikunni og 39 börn í þeirri síðari. Nú liggur fyrir greinargerð um starfsemi sumarskólans 2015.
Á fundinn mættu kl. 16:00 Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnafulltrúi stafsmanna og Elín Theodóra Reynisdóttir áheyrnafulltrúi foreldra.
Breynhildur Björg fór yfir mat og framkvæmd á starfsemi sumarskóla Akraneskaupstaðar 2015.

3.Innritun í leikskóla - athugasemdir

1508079

Fyrirspurnir hafa borist frá foreldrum vegna innritunar í leikskóla. Fyrirspurnirnar beinist að gr. 1.3. í Verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar um aldur við innritun. Foreldrum sem sent hafa inn fyrirspurnir var boðið að koma á fund skóla- og frístundaráðs og fá þannig tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fara yfir þær leiðir sem þeir sjá til leysa málið á farsælan hátt.
Foreldrar sem hafa sent inn erindi og fyrirspurnir um innritun í leikskóla mættu á fundinn kl. 16:30. Foreldrar fóru yfir óskir sínar og tillögur um breytingar á innritun í leikskóla Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð þakkar foreldrum fyrir upplýsta umræðu sem gefur ráðinu betri innsýn í aðstæður foreldra og barna sem ráðið mun nýta sér í vinnu við að leita lausna.
Brynhildur Björg, Gunnur, Elín og foreldrar viku af fundi kl. 17:25.

Fundi slitið - kl. 17:33.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00