Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

111. fundur 03. júní 2002 kl. 15:00 - 15:41

111. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 3. júní 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Edda Agnarsdóttir, Heiðrún Janusardóttir, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Jóhannes Snorrason.
Auk þeirra: Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Akratorgsreitur ? deiliskipulag, breytt- deiliskipulag.  Mál nr. SN020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðun á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna breytinga á gatnamótum Suðurgötu og Akursbrautar.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akrartorgsreits verði samþykkt.

2. Flatahverfi- Tindaflöt., breytt- deiliskipulag.  Mál nr. SN020018
600188-1439 Almenna verkfræði- og teiknistofan ehf. , Suðurgötu 57, 300 Akranesi
Breyting á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 til 17, samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar Almennu verfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997.
Svör bárust frá öllum aðilum, þar sem engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 3 verði samþykkt.
Jafnframt fylgir yfirlýsing bæjarstjórnar um að hún taki að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.

3. Flatahverfi- Steinsstaðaflöt 1,3,5 og 7, breytt- deiliskipulag.  Mál nr. SN020014
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn um að breyta notkun ofangreindrar lóðar úr raðhús/parhús í parhús/einbýlishús.
Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 4 verði samþykkt.
Jafnframt fylgir yfirlýsing bæjarstjórnar um að hún taki að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.
 4. Flatahverfi- Steinsstaðaflöt, breytt- deiliskipulag  Mál nr. SN020012
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breyting á deiliskipulagi, breytingin fellst í því að stækka byggingareit lóðanna við Steinsstaðaflöt  2 - 4.
Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 4 verði samþykkt.
Jafnframt fylgir yfirlýsing bæjarstjórnar um að hún taki að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna
.

5. Flatahverfi- Steinsstaðaflöt., breytt- deiliskipulag  Mál nr. SN010024
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Breyting á deiliskipulagi, breytingin fellst í því að stækka byggingareit lóðanna við Steinsstaðaflöt  6 og 8.
Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 4 verði samþykkt.
Jafnframt fylgir yfirlýsing bæjarstjórnar um að hún taki að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:41

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00