Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

107. fundur 15. apríl 2002 kl. 15:00 - 17:59

107. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 15. apríl 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs,  Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundrgerð. 

1. Garðabraut 2, áfengisveitingar. (000.681.01) Mál nr. SN020022.
160678-5429 Fannar Freyr Bjarnason, Lautasmára 28, 201
Bréf bæjarritara dags 5. apríl sl. varðandi endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Skagabarnum Garðabraut 2, Akranesi.
Afgreiðsla:  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um leyfi til áfengisveitinga, þar sem það samræmist gildandi deiliskipulagi.

2. Flatahverfi deiliskipulag klasi 1 og 2, bréf.  Mál nr. SN020020.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 14. mars sl. varðandi rústir Steinsstaða.  Tölvupóstur Jóns Allanssonar, Byggðasafni Akraness og nærsveita, dags 3. apríl sl. vegna framangreinds bréfs.
Afgreiðsla:  Eftir afgreiðslu nefndarinnar á ofangreindu deiliskipulagi barst bréf frá Fornleifavernd ríkisins, þar sem varað er við rústum kotsins Steinstaða.  Í tölvubréfi frá frá Jóni Allanssyni, forstöðumanni Byggðasafns Akraness og nærsveita, kemur fram að hann hafi reynt að grennslast fyrir um kotið en ekkert orðið ágengt í þeim málum.  Hér fyrr á öldum voru bæir byggðir á sama stað öld eftir öld og ef  þessi bær hefur staðið á þessu svæði þá er hann sennilega undir núverandi mannvirkjum á Steinsstöðum.

3. Flatahverfi deiliskipulag klasi 3, Tindaflöt.  Breyting. Mál nr. SN020018.
Breyting á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 til 17, samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar Almennu verfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Afgreiðsla:  Skipulagsnefnd leggur til að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt miðað við að lóðirnar 1-3-5, 7-9-11 og 13-15-17 verði sameinaðar hver fyrir sig og endurnúmeraðar, og á hverri lóð verði fjölbýlishús með að hámarki 6 íbúðum.  Miða skal við að gangstétt verði milli byggingarreits og bílastæða.  Auglýsa skal tillöguna samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997.

4. Ægisbraut 30, Stækkun lóðar. (000.551.01) Mál nr. SN020019.
450100-2690 Glerhöllin ehf, Ægisbraut 30, 300 Akranesi.
Bréf Þóru G. Grímsdóttur og Kjartans Valdimarssonar fyrir hönd Glerhallarinnar, dags. 8. apríl sl., varðandi stækkun lóðarinnar til suðurs.
Afgreiðsla:  Lagt fram.  Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.
 5. Ægisbraut, deiliskipulag  Mál nr. SN010004.
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Lokatillaga hönnuða. Arkitektar Hjördís og Dennis ehf. að deiliskipulagi lögð fram.
Afgreiðsla:  Fjallað var um framkomna tillögu og eftirfarandi breytingar gerðar:
1. Iðjustíg verði lokað og heimkeyrsla fyrir bílaumferð að lóðunum nr. 129 og 131 við Vesturgötu, verði heimiluð frá Vesturgötu en aðkoma að baklóð Vesturgötu 119 og spennistöð verði  frá Ægisbraut.
2. Skilgreina þarf byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóð nr. 129 við Vesturgötu.
3. Endurskoða þarf  útfærslu á bílastæðum við Presthúsavör.  Einnig þarf rýmri byggingarreit við hreinsistöð.
4. Spennistöð við Stillholt  og Vesturgötu 119 vantar á uppdrátt.
5. Ýmsar athugasemdir eru gerðar við texta í greinargerð.
6. Heimilt verði að sameina byggingarreiti lóðanna 1A og 3 við Vallholt og byggingarreiti lóðanna 5 og 5a við Vallholt.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar falið að koma athugasemdum nefndarinnar til hönnuða.

Þorvaldur Vestmann vék af fundi kl. 17:00
Sigurlína G. Júlíusdóttir vék af fundi kl. 17:38

6. Faxabraut umferðarmál.  Mál nr. SN020021
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarstjórnar, dags. 13. mars sl., varðandi samþykkt bæjarstjórnar um hámarkshraða á hluta Faxabrautar.
Afgreiðsla:  Skipulagsnefnd leggur til að framkomið erindi bæjarstjórnar verði vísað til endurskoðunar og endurmats, sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs, á hámarkshraða á Akranesi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:59

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00