Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

105. fundur 18. mars 2002 kl. 15:00 - 16:55

105. fundur skipulagsnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 18. mars 2002, kl. 15:00.

Mættir á fundi:
Jóhannes Snorrason, formaður
Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir
Heiðrún Janusardóttir
Edda Agnarsdóttir
Lárus Ársælsson
Auk þeirra, Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson og Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.

1. Akratorgsreitur ? deiliskipulag.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
Endurskoðun á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna breytinga á gatnamótum Suðurgötu og Akursbrautar. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1 ? 2.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
 Deiliskipulag skv. teikningu frá Kanon arkitektum, Laugavegi 28, Reykjavík, tekið fyrir eftir lögbundinn kynningartíma og að loknum athugasemdafresti.
 Minnisblað barst frá umhverfisfulltrúa Akraneskaupstaðar, þar sem gerð er athugasemd við að  stærð og staðsetningu á gróðri og leiktækjum sé skilgreind í smáatriðum á skipulagsuppdrætti. 
 Skipulagsnefnd samþykkir að taka tillit til framkominnar ábendingar.  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt með þeirri breytingu, að á skipulagsuppdrætti og í greinargerð verði tiltekið að stærð og útfærsla á gróðri og leiktækjum verði leiðbeinandi en ekki bindandi.

3. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7 ? 8.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
 Deiliskipulag skv. teikningu frá Arkitektum Hjördísi og Dennis ehf, Klapparstíg 27, Reykjavík, tekið fyrir eftir lögbundinn kynningartíma og að loknum athugasemdafresti.
 Minnisblað barst frá umhverfisfulltrúa Akraneskaupstaðar, þar sem gerð er athugasemd við að  stærð og staðsetningu á gróðri og leiktækjum sé skilgreind í smáatriðum á skipulagsuppdrætti. 
 Skipulagsnefnd samþykkir að taka tillit til framkominnar ábendingar.  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt með þeirri breytingu, að á skipulagsuppdrætti og í greinargerð verði tiltekið að stærð og útfærsla á gróðri og leiktækjum verði leiðbeinandi en ekki bindandi.

4. Steinsstaðaflöt 1,3,5 og 7. Breyting á deiliskipulagi.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
 Umsókn um að breyta notkun ofangreindrar lóðar úr raðhús/parhús í parhús/einbýlishús.
Skipulagsnefnd leggur til að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt  2.mgr. 26. gr. byggingar- og skipulagslaga nr. 73/1997.  Og jafnframt fylgi ábyrgðaryfirlýsing bæjarstjórnar um að hún taki að sér að bæta það tjón er einstakir aðilar kunni að verða fyrir við breytinguna.

5. Vesturgata ? Grenjar. Deiliskipulag.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
 Áætlun um kostnað við deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að vinna kostnaðaráætlun yfir deiliskipulagsvinnu fyrir óskipulagt svæði sem afmarkast af Melteig, Vesturgötu, Bárugötu, Akursbraut og hluta Suðurgötu.
 Jafnframt er byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að gera áætlun yfir kostnað við deiliskipulag þeirra svæða þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 Þorvaldur Vestmann vék af fundi. 

6. Ægisbraut. Deiliskipulag.
 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi
 Tillaga að deiliskipulagi tekin til umfjöllunar.
 Frestað.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 16:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00