Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

103. fundur 18. febrúar 2002 kl. 15:00 - 18:30

103. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 18. febrúar 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann, forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Garðabraut 2, breyting á deiliskipulagi. (000.681.01) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi.
Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi frá Runólfi Þ. Sigurðssyni fyrir hönd lóðarhafa á ofangreindri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði kynnt samkvæmt 18. gr. byggingar- og skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna breytingu á deiliskipulagi, miðað við að fjöldi bílastæða skuli vera 1 bílastæði fyrir hverja 35 m2 gólfflatar á lóðinni.
Miða skal við eina inn/útkeyrslu út á Innra-Skarð og út á Faxabraut ásamt einni innkeyrslu af Innra-Skarði.  Miðað er við möguleika á íbúðarnotkun á 3. hæð, enda ábyrgist lóðarhafar að íbúðir uppfylli ströngustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist.  Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi með ofangreindum breytingu verði kynnt samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

2. Kalmansvellir 2, ný innkeyrsla. (000.543.10) Mál nr. SN020009
470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Akursbraut 13, 300 Akranesi.
Fyrirspurn Hannesar F. Sigurðssonar fyrir hönd Björgunarfélags Akraness um afstöðu nefndarinnar um að heimila út- og innakstur slökkvi- og björgunarbifreiða frá Kalmannsvöllum 2 út á Esjubraut.  Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Skipulagsnefnd getur fallist á inn- og útakstur neyðarbíla út á Esjubraut, miðað er við að eingöngu verði um að ræða umferð neyðarbíla.

3. Tindaflöt 2-10, Breyting á deiliskipulagi.  Mál nr. SN020011
560692-2779 Dalshöfði ehf, byggingarfélag , Laugarnesvegi 86, 101 Reykjavík
Umsókn um að breyta skipulagi á ofangreindri lóð þ.e. að bílgeymsla verði felld út og í stað þess að hafa mismunandi hæðir er farið fram á að fjórar hæðir verði á allri byggingunni.  Meðfylgjandi er teikningar af fyrirhuguðu útliti byggingarinnar.
Skipulagsnefnd getur fallist á tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem miðar við að hæð á húsi sé 4 hæðir.  Jafnframt getur nefndin fallist á að kvöð um bílgeymslur verði felld niður miðað við að gert sé ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu fyrir 10 bíla t.d. við norðurkant lóðar.
Skipulagsnefnd telur koma til greina afmörkuð stækkun lóðar til norðurs, til að koma fyrir byggingareit fyrir bílgeymslu. 
Framkomnar hugmyndir kalla á breytingu á deiliskipulagi.
4. Vatnsverndarsvæði í Akrafjalls, deiliskipulag.  Mál nr. SN020010
Bréf bæjarritara dags. 14. feb. sl. fyrir hönd bæjarráðs varðandi bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um jarðrask og umferðar við vatnsból Akurnesinga.
Samkvæmt gildandi svæðisskipulagi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar er umrætt svæði skilgreint sem vatnsverndarsvæði.  Skipulagsnefnd telur að Akraneskaupstaður hafi ekki lögsögu til deiliskipulags svæðisins.  Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að mörk vatnsverndar svæðisins verði yfirfarin og endurskoðuð á vettvangi svæðisskipulags sveitafélaganna sunnan Skarðsheiðar.  Nefndin leggur jafnframt til að samningur við Skógræktarfélagið verði endurskoðaður með tilliti til vatnsverndar svæðisins.

5. Þjóðbraut 14,  (001.855.09) Mál nr. SN010041
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Bréf Kristjáns Ásgeirssonar dags. 15. 2. 2002 fyrir hönd Olíufélagsins um álit nefndarinnar á byggingu sjálfsafgreiðslustöð á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er teikning Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts, Alark arkitektar sf., Hamraborg 7, Kópavogi.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomna tillögu að fyrirkomulagi á innkeyrslu á lóð.  Tillagan kallar á breytingu á deiliskipulagi.  Nefndin bendir jafnframt á ákvæði gildandi deiliskipulags um bílastæði á lóðinni.

6. Tindaflöt 7,9,11 og 13,15,17., Fyrirspurn.  Mál nr. SN020008
Fyrirspurn Engilberts Runólfssonar í tölvupósti dags. 14. feb. sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 7-11 og 13-17 úr parhúsalóðum í tveggja hæða fjölbýlishús.
Bygginga- og skipulagsfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00