Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

102. fundur 04. febrúar 2002 kl. 15:00 - 17:10

102. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 4. febrúar 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann forstöðmaður tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Akurgerði 9. (00086112) Mál nr. SN020006
200358-3929 Óskar Kristinsson, Akurgerði 9, 300 Akranesi
Bréf Bjarna Vésteinssonar dags 30. jan. sl. fyrir hönd Óskar um álit nefndarinnar á byggingu tvöfaldrar bílgeymslu á ofangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn framkominni tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

2. Ásar / Traðabakkaland, deiliskipulag.  Mál nr. SN020007
Breyting á deiliskipulagi Ása Traðabakkalands samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, miða skal við að breytingin verði kynnt samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

3. Golfvöllur - skógrækt, deiliskipulag.  Mál nr. SN020005
Umræður vegna vinnu við deiliskipulag á ofangreindu svæði.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir golfvallar- og skógræktarsvæðið miðað við eftirfarandi:
1. Skilgreina mörk deiliskipulagssvæðis.
2. Skilgreina aðkomuleið að golfvallarsvæðinu og að skógræktinni.
3. Skilgreina bílastæði og byggingareiti og gera tillögu að byggingarskilmálum.
4. Vinna tillögu að deiliskipulagi í nánu samráði við forsvarsmenn golfvallarsvæðisins og skógræktinni.

4. Smiðjuvellir 4, bréf. (00054403) Mál nr. SN020001
681293-3299 Vignir G Jónsson h.f., Smiðjuvellir 4, 300 Akranesi
Bréf Eiríks Jónssonar fyrir hönd Vignis G. Jónssonar ehf. dags. 7. janúar sl. varðandi stækkun á ofangreindri lóð.  Afgreiðsla bæjarráðs dags. 25. jan. sl. varðandi ofangreint erindi.
Með vísan í bókun bæjarráðs er að svo stöddu ekki gert ráð fyrir breytingu á deiliskipulagi á þessu svæði.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00