Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

101. fundur 28. janúar 2002 kl. 15:00 - 16:50

101. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 28. janúar 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Lárus Ársælsson,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Edda Agnarsdóttir,
  Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarsson  byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Garðabraut 2, breyting á deiliskipulagi. (000.681.01) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Teikning frá Runólfi varðandi breytingu á deiliskipulagi á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er bréf bæjarritara fh. bæjarráðs dags. 25. jan. sl. þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar um stækkun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í stækkun lóðar fram að Garðabraut.  Skipulagsnefnd leggur til að byggingarlína hússins falli saman við byggingarlínu húsa við Garðabraut.  Leggja skal til bílastæði fyrir hverja 35 m2 af byggingu á lóð og miða við að bílastæðakröfur verði uppfylltar innan lóðarmarka.  Skipulagsnefnd telur bílastæði á Faxabraut (stungustæði) ekki koma til greina enda utan lóðarmarka.  Gildandi aðalskipulag miðar við verslun/þjónustu- og stofnanalóð.  Íbúðarnotkun á lóðinni kallar á breytingu á aðalskipulagi.

2. Höfðasel 15, bréf (001.321.15) Mál nr. SN020003
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 4. okt. 2001, varðandi umsókn Gámaþjónustu Akraness ehf. um að fá til afnota landsvæði austan við lóðina Höfðasel 15,um er að ræða u.þ.b. 3600 m2.  Meðfylgjandi er riss af svæðinu.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að gerður verði samningur um tímabundin afnot af umræddu svæði án þess að breyta lóðarmörkum núverandi lóðar nr. við Höfðasel.  Verði um varanlega úthlutun lóðarinnar kallar það á breytingu á deiliskipulagi.  Gera skal kröfur um snyrtilegan frágang á jöðrum svæðinu.

3. Vogar/ Flæðilækur 131242,   (000.334.04) Mál nr. BN020002
010137-2339 Ármann Gunnarsson, Garðagr. Steinsstaðir, 300 Akranesi.
Umsókn  Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ármanns um heimild til að endurbyggja búfjárhús á ofnagreindu landi samkvæmt teikningu Gísla S. Sigurðssonar Hjarðarholti 5.   Meðfylgjandi er bréf bæjarritara fh. bæjarráðs dags. 25. jan. sl., varðandi bókun bæjarráðs á ofangreindu erindi.
Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið og gerð deiliskipulags er ekki á dagsskrá skipulagsnefndar að svo stöddu.  Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir íbúðarsvæði og skógrækt.  Nefndin leggur til að breytingar á aðalskipulagi verði teknar til skoðunar á vettvangi almennrar endurskoðunar aðalskipulags Akraness.
 4. Umferðarmál.  Mál nr. SN010055
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 20. des. 2001 varðandi hámarkshraða og þungaflutninga um miðbæinn.
Viðmiðanir um hámarkshraða innanbæjar á Akranesi:
Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita eftir heimild bæjarráðs til að fá ráðgjafa til  að fara yfir og endurskoða viðmiðanir um hámarkshraða innnanbæjar á Akranesi.  Ráðgjafinn skal vinna tillögu þar sem tekið er mið af viðmiðunarreglum sem í gildi eru í öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð, og hafa hliðsjón af upplýsingum um staðsetningu og tíðni umferðarslysa.  Innifalið í tillögu ráðgjafans skal vera hugmynd að hugsanlegri áfangaskiptingu að því að koma hugmyndum tillögunnar í framkvæmd.

Þungaflutningar um miðbæinn:
Skipulagsnefnd leggur til að á Skólabraut, Kirkjubraut neðan Merkigerðis og á Vesturgötu milli Bakkatúns og Merkigerðis verði bannaður akstur allra ökutækja með meira en 5 tonna öxulþunga.  Til viðbótar við viðeigandi umferðarmerki á áðurnefndum götum, er lagt til að upplýsingum um þessar takmarkanir á umferð, verði komið fyrir á mjög sýnilegan hátt við innakstur í bæinn.

5. Umferðarmerki.,   Mál nr. SN020004
Bréf dags 28. jan. 2002 varðandi breytingu á stöðvunarskyldu á innáakstri frá smábátabryggju, inn á Faxabraut verði breytt í biðskyldu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:50

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00